Þetta er minnsti jeppinn okkar hingað til en þrátt fyrir það er hinn rafknúni Volvo EX30 með öryggið í forgangi, þökk sé 96 ára reynslu okkar á því sviði.
Volvo EX30 stendur undir væntingum hvað öryggi Volvo-bíla varðar.
Við höfum verið leiðandi í öryggismálum frá upphafi og það mun ekki breytast. EX30 er þar engin undantekning en bíllinn tryggir öryggi þitt og annarra í erilsömu borgarumhverfi.Á götum þar sem umferð er mikil er til dæmis algengt að slys verði þegar bílhurðir eru óvart opnaðar í veg fyrir hjólreiðamenn. Svokölluð hurðaslys eru fimmtungur allra tilkynntra hjólreiðaslysa í sumum borgum og samkvæmt Cycling UK látast eða slasast að meðaltali 60 manns á ári í Bretlandi af völdum hurðaslysa.
Til að draga úr tíðni slíkra slysa er hinn væntanlegi Volvo EX30 búinn viðvörun fyrir hurðaopnun, sem lætur þig vita með mynd- og hljóðmerkjum ef þú ert að fara að opna hurð í veg fyrir hjólreiðamann eða vegfaranda.
Viðvörun fyrir hurðaopnun er einn af eiginleikum Safe Space Technology í hinum rafknúna Volvo EX30, sem sýnir fram á hvernig við hönnuðum nýja smájeppann í samræmi við strangar öryggiskröfur okkar. Bíllinn er hannaður til að gæta fyllsta öryggis innanbæjar, með tækni sem miðar að því að vernda fólk í erilsömu borgarumhverfi.
Við höfum lengi lagt áherslu á öryggi í borgarumhverfi þar sem bílar deila rými með gangandi vegfarendum og hjólreiðamönnum,“ sagði Åsa Haglund, umsjónarmaður öryggismiðstöðvarinnar okkar. „Með Volvo EX30 aukum við öryggi í innanbæjarakstri til muna. Smájeppinn er fullkominn félagi fyrir þægilega akstursupplifun um leið og hann tryggir öryggi þitt og annarra á erilsömum götum borga.
Fyrsta flokks öryggisbúnaður
Volvo EX30 er minnsti jeppinn frá Volvo Cars hingað til og stendur undir væntingum hvað öryggi Volvo-bíla varðar. Hönnun EX30 byggist á einstakri þekkingu og rannsóknum okkar á raunverulegum slysum, með áherslu á að vernda ökumann og farþega ef árekstur verður. Það gerir hann með fyrsta flokks varnartækni og framúrskarandi hönnun yfirbyggingar sem uppfyllir metnaðarfullar öryggiskröfur okkar – þar sem markmiðið er að undirbúa bílana okkar fyrir raunverulegar aðstæður.
Það er forgangsatriði hjá okkur að vernda farþega í bílnum ef árekstur verður. Þar sem bíllinn er rafknúinn lögðum við auðvitað sérstaka áherslu á rafhlöðuna. Undirvagninn og öryggishulstrið eru smíðuð úr mismunandi gerðum af styrktu stáli sem milda högg af völdum áreksturs á skilvirkan hátt.
Þakið og A- og C-stoðirnar eru einnig styrktar og hönnunin miðar að þvi að veita farþegum sem mesta vernd. EX30 er einnig með hliðarloftpúða innan í ökumannssætinu sem er hannaður til að milda högg á höfuð og efri hluta líkamans í hliðarárekstri.
Auk þess að standast ítarlegar kröfur um árekstraröryggi býður Volvo EX30 upp á nýjan og háþróaðan akstursöryggisbúnað sem verndar fólk fyrir innan og utan bílinn.
Bíll sem hjálpar þér þegar þú þarft á því að halda
Í innra rými EX30 er nýtt og háþróað viðvörunarkerfi fyrir ökumann staðalbúnaður sem passar upp á þig ef þú ert ekki upp á þitt besta. Ásamt greiningu í stýri er sérstakur skynjari í bílnum sem er stýrt af öflugum reikniritum. Skynjarinn er staðsettur fyrir aftan stýrið og greinir augn- og andlitshreyfingar um það bil 13 sinnum á sekúndu.
Þannig getur EX30 reynt að greina hvort ökumaður sé utan við sig, syfjaður eða ekki með fulla athygli, jafnvel þótt hann átti sig ekki á því sjálfur.
Nýja sjálfvirka bremsan er hönnuð til að hjálpa þér að forðast árekstur á gatnamótum innanbæjar. Ef annar bíll ekur óvænt í veg fyrir þig er sjálfvirka bremsan hönnuð til að stöðva bílinn og milda eða koma í veg fyrir árekstur.
Í stuttu máli, líkt og aðrir Volvo-bílar, er nýi EX30 búinn fjölbreyttu úrvali af akstursöryggisbúnaði og stuðningskerfi fyrir ökumann. Við munum veita frekari upplýsingar um allan öryggisbúnað og stuðningskerfi í EX30 þegar við kynnum hann á markað.
7. júní næstkomandi verður heimsfrumsýning á hinum nýja 100% rafknúna Volvo EX30. Um leið verður jafnframt hægt að panta eða forpanta hann á völdum markaðssvæðum.