Viðurkenningin Top Safety Pick Plus brýtur blað í sögunni

Í apríl setti Volvo Cars nýtt viðmið í bílaiðnaðinum með því að vera eina vörumerkið sem hlaut viðurkenninguna Top Safety Pick Plus hjá IIHS 2021 í Bandaríkjunum fyrir allar bílalínurnar sínar.

Volvo XC40 Recharge-rafbíll í hleðslu á bílahleðslustöð fyrir almenning.

Allir bílar vörulínunni okkar í Bandaríkjunum hafa hlotið viðurkenninguna TSP+.

Vörulínan okkar fyrir árið 2021 hefur notið mikillar velgengni síðastliðið ár, og ekki aðeins hlotið eina eða tvær, heldur 15 Top Safety Pick Plus (TSP+)-viðurkenningar. Þessi viðurkenning frá IIHS-stofnuninni (Insurance Institute for Highway Safety) er afar eftirsóttur heiður sem aðeins er veittur bílum sem bjóða hæsta öryggisstig.

Það sem gerir þetta enn mikilvægara.Bíllinn sem kom vöruframboðinu okkar yfir marklínuna er XC40 Recharge – fyrsti bíllinn okkar sem gengur eingöngu fyrir rafmagni.

XC40 Recharge varð fyrsti litli jeppinn sem gengur eingöngu fyrir rafmagni til að hljóta TSP+. Þetta sýnir viðskiptavinum okkar að um leið og Volvo breytist yfir í rafbílaframleiðslu þá er lögð sama áherslan á öryggi.

Nýjasta afrekið okkar hvað varðar TSP+ bætist við metið sem við settum í síðasta mánuði þar sem við hlutum flestar TSP+ viðurkenningar á einu ári sem nokkurt vörumerki hefur fengið frá því að byrjað var að veita viðurkenninguna árið 2013.

Við erum stolt af því að bílarnir okkar skuli vera framúrskarandi hvað varðar öryggi, en hvað er það nákvæmlega sem tryggir okkur – eða hvaða bílaframleiðanda sem er – þessa eftirsóttu viðurkenningu?

Eins og hægt er að ímynda sér er úttektin ítarleg.

Til að hljóta TPS viðurkenninguna árið 2021 þurfti bílarnir að

hljóta góða einkunn í öllum sex árekstrarþolsprófunum IIHS.Prófaðar eru árekstravarnir á báðum hliðum bílsins, árekstrarvörn

að framan fyrir ökumann og farþega og gangandi vegfarendur, styrkur þaks og

höfuðpúða.Þeir bílar sem hljóta viðurkenninguna verða einnig að vera búnir „góðum“ eða „viðunandi“ aðalljósum og kerfi sem kemur í veg fyrir árekstur að framan með einkunnina „háþróað“ eða „framúrskarandi“ bæði í mati á milli bíla og á milli bíla og gangandi vegfaranda.

Til þess að fá viðurkenninguna „Plus“ er svo gengið skrefi lengra og þurfa bílar sem hljóta hana að vera einnig með „góð“ eða „viðunandi“ aðalljós í öllum útfærslum og pökkum.

„Við erum stolt af því að IIHS hafi viðurkennt þetta með því að veita öllum bílunum sem við framleiðum í dag viðurkenninguna „Top Safety Pick Plus“

„Hver einasti Volvo býður upp á framúrskarandi vernd í umferðarslysi, óháð gerð yfirbyggingar, vélar eða klæðninga,“ sagði Anders Gustafsson, forstjóri og framkvæmdastjóri Volvo Cars í Bandaríkjunum. „Við erum stolt af því að IIHS hafi viðurkennt þetta með því að veita öllum bílunum sem við framleiðum í dag viðurkenninguna „Top Safety Pick Plus“. Ekkert annað fyrirtæki hefur fengið þessa viðurkenningu fyrir allar bílalínur árið 2021.“

Frá og deginum í dag bera þessir bílar – sem er öll vörulínan okkar í Bandaríkjunum – TSP+ vottun:

Volvo XC40 P8 Recharge

Volvo S90

Volvo S90 Recharge

Volvo V90

Volvo V90 Cross Country

Volvo V60 Cross Country

Volvo S60

Volvo S60 Recharge

Volvo V60

Volvo V60 Recharge

Volvo XC40

Volvo XC60

Volvo XC60 Recharge

Volvo XC90

Volvo XC90 Recharge

Deila