Í The Ocean Race 2022–23 leggja lið hugdjarfra sækönnuða upp í 32.000 sjómílna keppni á seglbátum umhverfis heiminn og heimsækja níu töfrandi lönd á sex mánaða tímabili.
The Ocean Race þetta árið hefst 15. janúar í Alicante á Spáni.
Þessi sjóferð er ekkert gamanmál, en þó er gaman að segja frá því að allra fyrsta Úthafssiglingakeppnin var haldin árið 1973 í kjölfar veðmáls á krá.
Síðla á 10. áratug síðustu aldar keypti Volvo Group (sem Volvo Cars var þá hluti af) hins vegar keppnina og hélt þessa sögufrægu keppni til ársins 2018, þegar við létum af eignarhaldi keppninnar. Þrátt fyrir breytt eignarhald hefur Volvo Cars haldið áfram skuldbindingu sinni við keppnina, og fyrirtækið er stoltur aðalstyrktaraðili keppninnar 2023.
Frá upphafsdögum Úthafskeppninnnar hefur aðaláhersla verið lögð á sjálfbærni, bæði frá sjónarhóli sjálfbærrar skipulagningar (sem er ekki lítið þegar litið er til stærðar og umfangs viðburðarins) og að því er varðar fræðslu meðan á keppninni stendur. Einnig eru haldnar úthafsráðstefnur þegar liðin leggja að landi, þar sem rætt er hvernig bæta má ástand úthafanna, auk þess sem bátarnir eru notaðir til að rannsaka ástand hafsins. Í keppninni í ár verður One Blue Voice campaign kynnt til stuðnings alheimsyfirlýsingar um réttindi úthafanna. Markmið herferðarinnar er að fá almenning til að skrifa undir undirskriftalista á netinu sem verður lagður fram í samstarfi við Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í New York í september 2023.
Undirskriftarlistinn verður lagður fram ásamt drögum að meginreglum um skýrar leiðir og aðgerðir í átt að bættu ástandi úthafanna. Þessar meginreglur eru afrakstur 12 Ocean Race Summits sem ætlað er að koma á breytingum og innleiða stefnur til að bregðast við helstu vandamálunum sem steðja að úthöfunum.
Það er ekkert launungarmál að Volvo Cars hefur skuldbundið sig til að stuðla að sjálfbærri framtíð, með skýr markmið um að rafvæða allan bílaflotann fyrir árið 2030 og að verða kolefnishlutlaust fyrirtæki fyrir árið 2040. Því mun Volvo Cars setja upp gagnvirka sýningarsali við allar hafnir keppninnar til að kynna nýjustu bílana, ræða um rafmagnaða framtíð fyrirtækisins og deila vegferð sinni til sjálfbærni með öllum sem sækja keppnina.
„Rétt eins og Úthafssiglingakeppnin The Ocean Race viljum við hjá Volvo Cars leggja okkar af mörkum til heilbrigðis plánetunnar,“ segir Karin Bäcklund, yfirmaður upplifunardeildar, sem er starfshópurinn sem sér um viðburði okkar í tengslum við keppnina.
„Keppnin gefur okkur einstakt tækifæri til að byggja upp tengsl við viðskiptavinina, styrkja Volvo Cars-vörumerkið og kynna fyrirtækið og vörur okkar um allan heim.“
Í síðustu keppni voru áhorfendur 2,66 milljónir og keppnin 2022–2023 gefur sérlega spennandi tækifæri til að ná til enn fleira fólks með sjálfbærniboðskap Volvo Cars.
XC40 Recharge- og C40-rafbílarnir verða til sýnis á öllum stöðum þar sem keppnisliðin leggja að bryggju, til að deila nýjungum frá Volvo Cars með áhorfendum sem trúa nú þegar á gildi okkar og hafa sömu ástríðu fyrir ævintýrum.
„Volvo Cars hefur átt í langvarandi sambandi við Úthafssiglingakeppnina og það er aðeins rétt að halda því áfram í ljósi þess að báðir aðilar leggja mikla áherslu á sjálfbærni,“ segir Stuart Templar, yfirmaður sjálfbærni hjá Volvo Cars.
„Við hlökkum til að nota þennan einstaka vettvang og áhorfendahóp keppninnar til að leggja áherslu á skuldbindingu okkar og árangur, þar á meðal við að hjálpa til við að draga úr áhrifum loftslagsbreytinga og plastmengun í úthöfunum.“
Ef þú vilt fá nánari upplýsingar um keppnina geturðu kíkt á The Ocean Race heimasíðuna eða sótt forrit Úthafssiglingakeppninnar (The Ocean Race) til að kynna þér liðin og fylgjast með ferðum þeirra. Þetta er alveg nýtt tímabil fyrir bæði Volvo Cars og Úthafssiglingakeppnina og öllum er boðið