Eins og nýjustu sjálfbærnieinkunnir CDP og CSA bera með sér erum við komin vel á veg í sjálfbærni.
Sjálfbærniteymi Volvo Cars fagnar því að komast á A-lista CDP fyrir störf að loftslagsmálum árið 2022
Það er gott að fá viðurkenningu fyrir það sem við gerum í nafni sjálfbærni en einkunnir fyrir UFS (umhverfis- og félagslega þætti og stjórnarhætti) eru meira en bara tölur og bókstafir. Þær veita okkur líka gagnlegar leiðbeiningar um hvernig við getum eflt og bætt sjálfbærnistarf okkar.
Virtu alþjóðasamtökin CDP starfrækja umhverfisupplýsingakerfi fyrir fyrirtæki, bæjarfélög, ríki og sveitarstjórnir til að hjálpa þeim að hafa stjórn á umhverfisáhrifum sínum. Sagt er að þetta sé stærsti umhverfisgagnagrunnur í heimi og fyrirtæki fá einkunnir frá D- til A, þar sem A er hæsta einkunnin. Við erum stolt af því að segja frá tveimur einkunnum sem við fengum frá CDP.
Fyrst ber að nefna loftslagseinkunn CDP. Af meira en 15.000 fyrirtækjum erum við meðal 288 fyrirtækja í heiminum sem komast á A-lista CDP fyrir störf að loftslagsmálum árið 2022. Vera okkar á þessum eftirsótta lista sýnir að við erum í fremsta flokki þegar kemur að gagnsæi í umhverfsmálum og árangri í loftslagsaðgerðum. Og nú höfum við verið á þessum A-lista tvö ár í röð.
„Við höfum fulla ástæðu til að fagna þessum góðu einkunnum og ef við ætlum að verða enn sjálfbærara fyrirtæki sem framleiðir enn sjálfbærari vörur verðum við líka stöðugt að bæta okkur,“ segir Ulrika Linneroth, tengiliður okkar fyrir sjálfbærnieinkunnir. „Einkunnir hjálpa okkur að greina hvar við getum gert betur til að uppfylla kröfur fjárfesta, viðskiptavina, skjólstæðinga og annarra.“
Í öðru lagi er það vatnsöryggiseinkunn CDP, þar sem við fengum einkunnina B-. Þetta er betri árangur en við bjuggumst við þar sem þetta er í fyrsta sinn sem við tökum þátt í þessum flokki. Þetta er góður grundvöllur til að gera enn betur næst!
„Við höfum fulla ástæðu til að fagna þessum góðu einkunnum og ef við ætlum að verða enn sjálfbærara fyrirtæki sem framleiðir enn sjálfbærari vörur verðum við líka stöðugt að bæta okkur,“ segir Ulrika Linneroth, tengiliður okkar fyrir sjálfbærnieinkunnir. „Einkunnir hjálpa okkur að greina hvar við getum gert betur til að uppfylla kröfur fjárfesta, viðskiptavina, skjólstæðinga og annarra.“
Önnur mikilvæg einkunn er CSA, sem stendur fyrir Corporate Sustainability Assessment (sjálfbærnimat fyrirtækja) og er á vegum Standard & Poor’s (S&P), eins helsta matsfyrirtækis heims.
CSA er eitt ítarlegasta sjálfbærnimat sem býðst og tekur til allra UFS-þáttanna. 23. febrúar fengum við næsthæstu einkunn af 72 bílafyrirtækjum í CSA-matinu fyrir 2022. Það þýðir að við erum meðal 5 efstu fyrirtækja í greininni.
„Það er ekki hægt að leggja of mikla áherslu á mikilvægi sjálfbærniframmistöðu okkar fyrir fyrirtækið og rekstur okkar,“ segir Timo Paulsson, yfirmaður sjálfbærnisviðs. „Það lofar góðu að fá UFS-einkunnir, eins og þær sem við höfum fengið frá CDP og S&P, sem staðfesta núverandi stöðu okkar og vænlegar framtíðarhorfur.“
Þetta jákvæða mat utanaðkomandi aðila staðfestir að við stefnum hraðbyri að því að ná sjálfbærnimarkmiðum okkar. Við ætlum þó ekki að verða værukær heldur takast á við verkefnin sem við stöndum frammi fyrir og verða fremst í flokki á okkar sviði.