Eftirlýst: hrein orka til hámarka loftslagsávinninginn

C40-líftímamatsskýrslan okkar er komin út – hvaða áhrif hefur aðgangur að hreinni orku á ávinning af rafbíl?

Volvo C40 Recharge-rafbíll í hleðslu.

Líftímagreiningarskýrsla C40 Recharge sýnir hversu mikinn koltvísýring áætlað er að bíllinn losi yfir líftíma sinn.

Við stefnum að því að framleiða eingöngu rafbíla árið 2030. Auk þess stefnum við að því að vera loftslagshlutlaust fyrirtæki árið 2040. Þetta eru hvetjandi markmið en staðreyndin er þó sú að kolefnislosun er gegnumgangandi í rekstri okkar.


Við horfum þó á hlutina þannig að lausn vandamálanna liggi í því að viðurkenna að þau séu til staðar og reyna ekki að fela það. Ein leiðin að því markmiði er að taka sama og birta líftímagreiningarskýrslu fyrir allar nýjar gerðir rafbíla sem við setjum á markað. Við hófum þessa gagnsæju og forvirku skýrslugerð þegar XC40 Recharge kom á markað og í dag birtum við líftímagreiningu fyrir C40 Recharge.


Líftímagreiningarnar eru fyrst og fremst leiðarvísir fyrir viðskiptavini okkar, til að þeir geti tekið upplýsta ákvörðun um kaup á nýjum Volvo. Skýrslan sýnir í gegnum nokkrar sviðsmyndir hversu mikinn koltvísýring áætlað er að bíllinn losi yfir líftíma sinn, bæði við framleiðslu og í notkunarfasa.


Þessi nýja líftímagreining sýnir m.a. fram á hversu máli það skiptir að hafa aðgang að hreinum orkugjöfum fyrir hleðslu C40 Recharge. Þetta eru ekki nýjar fréttir. Í mörg ár höfum við bent á að skiptum yfir í rafbíla þurfi að fylgja veruleg fjárfesting í hreinni orku og hleðsluinnviðum fyrir almenning. Líftímagreiningin sýnir þetta hins vegar svart á hvítu með raunverulegum gögnum.

„Skiptum yfir í rafbíla þurfi að fylgja veruleg fjárfesting í hreinni orku og hleðsluinnviðum fyrir almenning.“

Skýrslan sýnir að þegar C40 Recharge er hlaðinn með rafmagni frá hreinum orkugjöfum er heildarlosun bílsins yfir líftíma hans um 27 tonn af koltvísýringi, samanborið við 59 tonn frá XC40 sem knúinn er með eldsneytisvél.


Ef bíllinn er aftur á móti hlaðinn með þeirri meðaltalsorkublöndu sem er að finna í heiminum í dag (sem inniheldur um 60 prósent orku frá jarðefnaeldsneyti) kann líftímalosun koltvísýrings frá bílnum að vera allt að 50 tonn, sem dregur verulega úr umhverfisávinningi bílsins í samanburði við bíl með eldsneytisvél.


Þetta sýnir fram á að almenningur í heiminum þarf stuðning frá stjórnvöldum og orkugeiranum til að draga úr kolefnislosun sinni. Um leið og höldum áfram að hamra á þessum staðreyndum og kalla eftir fjárfestingu í hreinni orku og hleðsluinnviðum, svo sem á COP26-loftslagsráðstefnunni í Glasgow, vinnum við einnig hörðum höndum að því að draga úr okkar eigin kolefnisfótspori.


Svo dæmi sé tekið er markmið okkar að minnka líftímakolefnisfótspor meðalbílsins um 40 prósent á milli 2018 og 2025, þar á meðal með því að draga úr losun í birgðakeðjunni um 25 prósent árið 2025. Við miðum einnig að því að vera búin að gera framleiðslu okkar loftslagshlutlausa árið 2025. Nú þegar eru allar verksmiðjur okkar í Evrópu knúnar að öllu leyti með hreinni orku.


Smelltu hér til að lesa líftímagreiningarskýrslu fyrir C40 Recharge í heild sinni.

Deila