COP28 loftslagsráðstefnan fór fram í Dubai fyrir stuttu. Þar sem fyrirtæki þurfa að leggja harðar að sér til að berjast gegn loftslagsáhrifum skerpum við enn frekar á takmarki okkar um að minnka koltvísýringslosun ásamt því að búa til áætlanir um að nota stál og ál þar sem vinnsla þess losar nánast engan koltvísýring.
Við leggjum aukna áherslu á loftslagsaðgerðaáætlun okkar – sem þegar er ein sú metnaðarfyllsta í bílaiðnaðinum.
Þar sem leiðtogar heimsins komu saman á COP28 loftslagsráðstefnunni í Dubai teljum við að þetta sé tækifæri til að ganga lengra en nokkru sinni fyrr í loftslagsaðgerðum. Í stað þess að lifa á fornri frægð verður heimurinn að sýna árangur af fyrirliggjandi skuldbindingum og leggja sig betur fram.
Þess vegna leggjum við aukna áherslu á loftslagsaðgerðaáætlun okkar – sem þegar er ein sú metnaðarfyllsta í bílaiðnaðinum. Sem hluti af metnaði okkar um kolefnishlutleysi fyrir 2040 tilkynnum við í dag markmið okkar um að draga úr koltvísýringslosun á hvern bíl um 75 prósent fyrir 2030, í samanburði við viðmiðið frá 2018.
Þetta fer vel með fyrra markmiði okkar sem var að draga úr koltvísýringslosun á hvern bíl um 40 prósent frá 2018 til 2025. Á fyrstu níu mánuðum ársins var heildarlosun koltvísýrings á hvern bíl 19 prósentum lægri en viðmiðið okkar frá 2018.
„COP28 er söguleg stund fyrir ábyrgðarskyldu gagnvart loftslagsaðgerðum“, segir Javier Varela, rekstrarstjóri og aðstoðarforstjóri Volvo Cars. „Heimurinn þarf nauðsynlega að koma saman og grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir verstu áhrif loftslagsbreytinga. Við ætlum að leggja okkar lóð á vogarskálarnar og hvetjum fulltrúa fyrirtækja og stjórnmálaleiðtoga um heim allan til að skila sínu.“
Til að ná því metnaðarfulla markmiði að minnka losun um 75 prósent fyrir árið 2030 þurfum við að halda áfram að vinna að fyrirliggjandi markmiði okkar um að selja eingöngu 100% hreina rafbíla fyrir árið 2030, og með því útrýma útblæstri frá bílunum okkar.
Fyrr á þessu ári sviptum við hulunni af EX30-rafbílnum, smáa sportjeppanum sem hannaður var til að skilja eftir sig minna kolefnisfótspor en aðrir Volvo-bílar til þessa. EX30 er ein af nýju rafbílagerðum Volvo sem við höfum þegar sett á markað eða koma á markað á næstu árum, sem hluta af stefnu okkar um að framleiða aðeins rafbíla fyrir árið 2030. Þetta gengur vel hjá okkur - fyrstu níu mánuði ársins 2023 voru rafbílar 16 prósent af heildarsölu okkar.
Við tilkynntum einnig að við myndum framleiða síðasta dísilknúna bílinn okkar snemma árs 2024 og höfum stöðvað rannsóknir og þróun á nýjum brunahreyflum. Í stað þess að einblína á tækni fortíðarinnar horfum við til framtíðar.
Á sama tíma þurfum við að taka á losun í gegnum alla áfangakeðju okkar og okkar eigin rekstur (þar á meðal flutninga) og markmið okkar er að draga úr losun um 30 prósent fyrir 2030, samanborið við viðmiðið frá 2018.
Við höfum þegar lagt mikið af mörkum. Allt að 69 prósent af okkar eigin starfsemi var knúin af kolefnishlutlausri orku árið 2022. Síðan þá höfum við náð 100 prósent kolefnishlutleysi í öllum verksmiðjum okkar um heim allan og hver þeirra hjálpar okkur að draga úr losun okkar í rekstri.
Í sumar urðum við fyrsti bílaframleiðandinn á heimsvísu til að tilkynna útskiptin úr jarðefnaeldsneyti yfir í lífeldsneyti fyrir 86 prósent af vöruflutningum okkar á sjó. Þetta minnkar koltvísýringslosun vöruflutninga okkar á sjó um 84 prósent og styður við vonir okkar um að draga úr losun í rekstri um 30 prósent fyrir árið 2030.
Enn er langt í land
COP28 verður haldin í tengslum við skýrslu Sameinuðu þjóðanna fyrir hnattræna loftslagsúttekt (e. Global Climate Stocktake) sem gefin var út í september. Í skýrslunni er greint frá því að hvaða marki heimurinn er á réttri leið til að halda hnattrænni hlýnun við 1,5 gráður miðað við hitastigið fyrir iðnbyltingu, hámarkinu sem sammælst var um í Parísarsamningnum 2015.
Niðurstaða skýrslunnar er því miður sú að heimurinn er langt frá því að ná takmarki sínu. Til dæmis er 450 milljörðum dollara enn varið á hverju ári í framleiðslustyrki fyrir jarðefnaeldsneyti í stað endurnýjanlegrar orku. Einnig er áætlað að um 22 milljarðar tonna af koltvísýringi verði losuð út í andrúmsloftið, sem er meira en viðmiðið fyrir 2030 segir til um og sem þarf til að missa ekki sjónar á PRI-markmiðinu. Með öðrum orðum undirstrikar skýrslan brýna þörf á frekari loftslagsaðgerðum.
Á sama tíma fullyrðir úttektarskýrslan að fyrir bílaiðnaðinn sé það að „hætta notkun brunahreyfla og byrja að nota rafbíla besti varnarmöguleikinn innan geirans“. Þetta undirstrikar að rafvæðing sé bráðnauðsynleg til að tryggja að samgönguiðnaðurinn hjálpi til við umskiptin yfir í sjálfbærari framtíð Jarðar. Þessi niðurstaða fellur vel að okkar eigin rafvæðingaráætlun.
„COP28 er söguleg stund fyrir ábyrgðarskyldu gagnvart loftslagsaðgerðum“, segir Javier Varela, rekstrarstjóri og aðstoðarforstjóri Volvo Cars. „Heimurinn þarf nauðsynlega að koma saman og grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir verstu áhrif loftslagsbreytinga. Við ætlum að leggja okkar lóð á vogarskálarnar og hvetjum fulltrúa fyrirtækja og stjórnmálaleiðtoga um allan heim til að skila sínu.“Samvinna er lykilatriði
Auðvitað getur enginn barist gegn loftslagsbreytingum einn síns liðs. Við gerum okkur grein fyrir því að við þurfum að vinna með öðrum í baráttunni til að tryggja að við látum ekki staðar numið við rafvæðingu í aðgerðum okkar til að draga úr losun í rekstri okkar og aðfangakeðju. Við verðum að vinna með samstarfsaðilum sem eru sama sinnis til að draga úr losun í iðnaði sem reiðir sig enn á kolefnisfrek ferli, í geirum þar sem „erfitt er að draga úr losun“.
Okkur er ánægja að tilkynna að Volvo Cars er núna meðlimur FMC-bandalags Alþjóðaefnahagsráðsins. Með því að ganga til liðs við þetta bandalag nokkurra af stærstu fyrirtækjum heims setjum við kaupmátt okkar í upprennandi hreina tækni í áliðnaðinum, sem gefur skýrt til kynna eftirspurn okkar eftir áli þar sem vinnsla þess losar nánast engan koltvísýring. Með því vonumst við til þess að geta tekið þátt í að draga úr beinni losun við frumvinnslu áls og koma upp áliðnaði sem losar engan koltvísýring fyrir árið 2050.
Við látum einnig til okkar taka í stáliðnaðinum í gegnum samvinnu okkar við sænska stálframleiðandann SSAB. Við vorum fyrsti bílaframleiðandinn til að vinna með SSAB að því að kanna hágæðastál, þar sem vinnsla þess losar nánast engan koltvísýring, fyrir bílaiðnaðinn. Núna höfum við tryggt okkur aðgang að stálplötum, bæði endurunnum og nýjum, frá SSAB sem við hyggjumst nota í væntanlegri bílaáætlun okkar fyrir árið 2026.
„Við höfum áður notað COP-fundina til að ýta undir sameiginlegar loftslagsaðgerðir og við munum gera slíkt hið sama fyrir COP28“, segir Jonas Otterheim, yfirmaður loftslagsaðgerða hjá Volvo Cars. „Það sem við og önnur fyrirtæki sem eru sama sinnis viljum gera er að þróa og auka umfang umbreytingartækni til að afkolefnisvæða gömul iðnaðarferli. Með því að ganga til liðs við FMC og sýna áþreifanlegan árangur í samstarfi okkar við SSAB vonumst við til að sýna að þessi mikilvæga breyting er ekki aðeins möguleg heldur er hún þegar hafin.“
Smáa letrið