Við erum að uppfæra sjálfbærninálgun okkar

Í síbreytilegum heimi er nauðsynlegt að tryggja að nálganir okkar séu skýrar og uppfærðar. Þess vegna uppfærum við nú sjálfbærninálgun okkar með nýjum og metnaðarfullum markmiðum fyrir árin 2030 og 2040 um leið og við leggjum aukna áherslu á líffræðilega fjölbreytni.

Yfirsýn yfir grænan Volvo sem ekur við strönd.

Við erum að uppfæra sjálfbærninálgun okkar

„Að grípa til aðgerða til að vinna gegn loftslagsbreytingum er nokkuð sem við hvikum hvergi frá og með því að færa okkur alfarið yfir í rafbíla stígum við mikilvægt skref á framsækinni vegferð okkar,“ segir Jim Rowan, forstjóri Volvo Cars. „Eftir því sem við drögum enn frekar úr losun út alla virðiskeðjuna erum við ábyrg fyrir því að gera meira og draga úr áhrifum á líffræðilega fjölbreytni auk þess að stuðla að því að auðga líf fólks. Uppfærðri áætlun okkar er ætlað að gera okkur það kleift.“


Þetta eru ný markmið okkar um sjálfbærni í stuttu máli:

  1. Minnka losun koltvísýrings á hvern bíl um 75 prósent (frá árinu 2018).
  2. Minnka orkunotkun í starfsemi okkar á hvern meðalbíl um 40 prósent (frá árinu 2018).
  3. Ná 30 prósenta meðalnotkun endurunninna efna í öllum bílaflotanum okkar, þar sem nýjar bílgerðir innihalda a.m.k. 35 prósent endurunnið efni.
  4. Draga úr vatnsnotkun í starfseminni um 50 prósent að meðaltali á hvern bíl (frá árinu 2018).
  5. Minnst 99 prósent af öllum úrgangi frá starfseminni sé annaðhvort endurnýtt eða endurunnin.


Frá því að við birtum sjálfbærniáætlunina okkar árið 2019 höfum við tekið nokkur stór skref í átt að markmiðum okkar í loftslagsaðgerðum. Til dæmis eru 69 prósent af starfsemi okkar nú knúin með kolefnishlutlausri orku, en það hlutfall var 55 prósent árið 2019. Nú notum við einnig 100 prósent kolefnishlutlaust rafmagn í öllum verksmiðjum okkar um allan heim, miðað við 80 prósent árið 2019. Við höfum líka minnkað losun koltvísýrings á hvern bíl um 19 prósent frá 2018.

„Að grípa til aðgerða til að vinna gegn loftslagsbreytingum er nokkuð sem við hvikum hvergi frá og með því að færa okkur alfarið yfir í rafbíla stígum við mikilvægt skref á framsækinni vegferð okkar,“ segir Jim Rowan, forstjóri Volvo Cars. „Eftir því sem við drögum enn frekar úr losun út alla virðiskeðjuna erum við ábyrg fyrir því að gera meira og draga úr áhrifum á líffræðilega fjölbreytni auk þess að stuðla að því að auðga líf fólks. Uppfærðri áætlun okkar er ætlað að gera okkur það kleift.“

Engin losun gróðurhúsalofttegunda árið 2040

Við stefnum nú að því að losa engar gróðurhúsalofttegundir árið 2040. Þetta kemur til viðbótar fyrri markmiðum okkar um að ná kolefnishlutleysi fyrir árið 2040 og undirstrikar það markmið okkar að nota eingöngu kolefnisförgun til að bæta upp fyrir losun sem ekki er hægt að komast hjá. Sem fyrr er forgangsatriði hjá okkur að draga úr raunverulegri losun áður en við notum kolefnisförgun og við hvetjum birgjana okkar til að gera slíkt hið sama.


Í ljósi þeirrar staðreyndar að fjármál gegna lykilhlutverki við að knýja framfarir í sjálfbærri þróun hyggjumst við einnig ná 100 prósent grænum skuldum eða sjálfbærri fjármögnun eigna fyrir árið 2025.


Árið 2030 markar áfanga fyrir okkur. Þá eigum við að hafa fært okkur alfarið yfir í rafbíla auk þess sem við stefnum að því að hafa dregið úr losun koltvísýrings á meðalbíl um 75 prósent frá árinu 2018. Við trúum því að með því að selja eingöngu rafbíla og draga úr losun um 30 prósent, bæði frá birgðakeðjunni og starfseminni okkar, á meðalbíl munum við komast vel áfram í átt að því að ná markmiðum okkar um minni losun koltvísýrings.


Við stefnum að hringrásarrekstri fyrir árið 2040

Frá árinu 2019 höfum við einnig lagt áherslu á að taka þátt í hringrásarhagkerfinu. Volvo Cars notar nú þegar stærra hlutfall endurunnins efnis en nokkru sinni fyrr. Til dæmis eru næstum 25 prósent af öllu áli í nýja rafmagnssportjeppanum EX30 endurunnin, og um það bil 17 prósent af öllu stáli og plasti í bílnum koma frá endurvinnslu.


Árið 2030 stefnum við að því að nota 30 prósent endurunninna efna að meðaltali í bílaflotanum okkar 1, og að nýjar bílgerðir sem settar verða á markað frá og með 2030 innihaldi að minnsta kosti 35 prósent endurunnin efni. Árið 2030 viljum við líka að 99 prósent af öllum úrgangi okkar verði annaðhvort endurnotuð eða endurunnin, en árið 2022 voru 94 prósent úrgangs frá framleiðslu okkar um heim allan endurunnin.


Við stefnum á að hafa jákvæð áhrif og stuðla að jákvæðri framtíð fyrir náttúruna

Við trúum á heildstæða nálgun í virðiskeðjunni gagnvart þeim áhrifum sem við höfum á líffræðilega fjölbreytni. Til að komast að raun um hvernig aðgerðir okkar hafa áhrif á líffræðilega fjölbreytni gerðum við áhrifamat út frá framleiðslu- og sölugögnum frá 2021 til að áætla árleg áhrif okkar á líffræðilega fjölbreytni með því að nota ReCiPe-líkanið. Með því að nota þessar niðurstöður sem viðmið erum við núna að setja okkur langtímamarkmið með það að augnamiði að hafa jákvæð áhrif í allri virðiskeðjunni2 og að stuðla að jákvæðri framtíð fyrir náttúruna3.


Í stuttu máli sagt þýðir þetta að við munum grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir og minnka áhrif okkar, auk þess að taka þátt í enduruppbyggingu og endurheimt náttúrunnar í svo miklum mæli að það hafi jákvæð áhrif sem jafna út neikvæð áhrif okkar.


Þetta útheimtir ráðstafanir, bæði til skemmri og lengri tíma, sem við erum að þróa um þessar mundir. Til dæmis ætlum við að forðast og draga úr áhrifum virðiskeðjunnar okkar, gera áætlun um endurheimtar- og verndaraðgerðir í vistkerfum þar sem við störfum og sækjum okkur efnivið og vinna með samstarfsaðilum í birgðakeðjunni að því að auka vitund um málefni er varða líffræðilega fjölbreytni.


Vernda líf fólks í virðiskeðjunni okkar og út fyrir hana

Sem fyrirtæki sem lætur sér annt um fólk viljum við hafa jákvæð áhrif á samfélagið. Ein af leiðunum sem við notum til að vernda fólk er að leggja áherslu á meiðslahlutfallið hjá okkur (LTCR)4. Núverandi meiðslahlutfall er 0,07, sem þýðir að við erum í forystu innan greinarinnar, en markmið okkar er að lækka meiðslahlutfallið á vinnustað enn frekar, eða í 0,02 fyrir árið 2030. Við vinnum einnig hörðum höndum að því yfir alla virðiskeðjuna okkar að verja mannréttindi með áreiðanleikaverkferlum með tilliti til áhættu5 til að rekja, bera kennsl á, meta og bregðast við áhættum sem snúa að mannréttindum.


Við og samstarfsaðilar okkar sem eru sama sinnis hlökkum til að kynna ný átaksverkefni á sviði félags- og umhverfismála á komandi ári, sem miðast að því að vernda bæði fólk og jörðina. Meðal nýlegra dæma má nefna fjárhagslegan og efnislegan stuðning okkar við starf Barnaheilla og Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna í Úkraínu og samstarf okkar við Girls Who Code.




1 Þetta á við um allar gerðir sem verða í framleiðslu á þeim tíma.


2 Þetta þýðir að við munum grípa til ráðstafana til að koma í veg fyrir og draga úr áhrifum okkar, sem og að taka þátt í enduruppbyggingu og endurheimt náttúrunnar að því marki að það hafi jákvæð áhrif sem jafna út neikvæð áhrif okkar.


3 Markmið okkar að stuðla að jákvæðum áhrifum á náttúruna þýðir að við stefnum ekki aðeins að því að hafa jákvæð áhrif heldur einnig að því að draga stöðugt úr neikvæðum áhrifum okkar miðað við árið 2021.


4 Meiðslahlutfall (LTCR) er skilgreint sem fjöldi vinnu- og starfstengdra slysa sem tilkynnt eru og hafa í för með sér að minnsta kosti eins dags veikindaleyfi, deilt með unnum vinnustundum og margfaldað með 200.000.


5 Áreiðanleikaverkferli með tilliti til áhættu sem innleidd eru á heimsvísu til að meta hugsanleg eða raunveruleg neikvæð áhrif og forgangsraða aðgerðum til að stöðva, koma í veg fyrir, lágmarka og ráða bót á mannréttindabrotum. Verkferlin ættu að uppfylla væntanlega tilskipun ESB um áreiðanleikakönnun á sjálfbærni fyrirtækja (CSDDD) og reglufylgniáætlun okkar um mannréttindi. Þetta felur í sér stjórnkerfi fyrir ábyrga öflun hráefna sem miðar að því að innleiða mótað og samræmt verkferli til að hafa forvirkt eftirlit með mannréttindum og umhverfishættum í birgðakeðjum Volvo Cars fyrir öll greind hráefni sem kunna að valda skaða.

Deila