Loftslagsaðgerðaáætlun okkar gengur út á fjárfestingu í tæknilausnum framtíðarinnar. Þess vegna ætlum við að nota þessa viku til að stíga enn eitt skrefið inn í rafknúna framtíð okkar og kveðja dísilvélina.
Þessi ákvörðun undirstrikar þá ætlun okkar að framleiða eingöngu rafmagnsbíla árið 2030.
Stefna okkar er að framleiða eingöngu rafbíla frá og með 2030 og frá og með 2040 ætlum við okkur að vera loftslagshlutlaust fyrirtæki.Þessi skýra stefna í átt til rafknúinnar framtíðar er til marks um eina metnaðarfyllstu umbreytingaráætlun sem fyrirfinnst á meðal rótgróinna bílaframleiðslufyrirtækja.
Við munum undirstrika þessa skuldbindingu okkar í dag á loftslagsvikunni í New York-borg þegar við tilkynnum að framleiðsla allra dísilknúinna Volvo-bíla mun heyra sögunni til á fyrri hluta ársins 2024. Eftir fáeina mánuði mun síðasti dísilknúni Volvo-bíllinn verða settur saman og um leið verður Volvo Cars eitt af fyrstu rótgrónu bílaframleiðslufyrirtækjunum til að stíga þetta skref.
Þessi áfangi kemur í kjölfar ákvörðunar okkar á síðasta ári um að hætta þróunarvinnu fyrir nýjar brunavélar. Í nóvember 2022 seldum við hlut okkar í Aurobay, fyrirtæki sem sá um framleiðslu allra brunavéla okkar sem enn eru í notkun. Í dag fer ekki ein króna af því fé sem ætlað er til rannsókna og þróunar í þróun nýrra brunavéla.
„Heimurinn krefst styrkrar forystu á þessum viðsjárverðu tímum fyrir plánetu okkar og mannkynið,“ segir Jim Rowan.„Nú er kominn tími til að fulltrúar iðnaðarins og stjórnmálaleiðtogar sýni styrk og staðfestu og leggi til merkingarbærar áætlanir og aðgerðir í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Við ætlum að leggja okkar lóð á vogarskálarnar auk þess að hvetja aðra fulltrúa iðnaðarins, og um leið stjórnmálaleiðtoga um heim allan, til að skila sínu.“
„Rafknúnar aflrásir eru framtíð okkar, auk þess að skara fram úr brunavélum á öllum sviðum: Þær eru hljóðlátari, mynda minni titring, kosta minna í viðhaldi og losa engan útblástur,“ segir Jim Rowan, framkvæmdastjóri okkar. „Við leggjum höfuðáherslu á að bjóða upp á fjölbreytt úrval fyrsta flokks rafbíla sem skila öllu því sem viðskiptavinir okkar búast við af Volvo-bíl, um leið og þeir gegna lykilhlutverki í viðbrögðum okkar við loftslagsbreytingum.“
Lífsnauðsynleg þörf á aðgerðum
Við tökum þátt í rafvæðingunni af heilum hug vegna þess að hún er það eina rétta í stöðunni. Nýjasta skýrslan í hnattrænni loftslagsúttekt (e. Global Climate Stocktake) Sameinuðu þjóðanna sýnir alvarleika þeirra loftlagsaðstæðna sem mannkynið stendur frammi fyrir, sem og þörfina á að grípa til aðgerða.
„Heimurinn krefst styrkrar forystu á þessum viðsjárverðu tímum fyrir plánetu okkar og mannkynið,“ segir Jim Rowan.„Nú er kominn tími til að fulltrúar iðnaðarins og stjórnmálaleiðtogar sýni styrk og staðfestu og leggi til merkingarbærar áætlanir og aðgerðir í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Við ætlum að leggja okkar lóð á vogarskálarnar auk þess að hvetja aðra fulltrúa iðnaðarins, og um leið stjórnmálaleiðtoga um heim allan, til að skila sínu.“Því til staðfestingar mun framkvæmdastjóri sjálfbærnisviðs okkar, Anders Kärrberg, taka þátt í viðburði á vegum A2Z-samráðsvettvangsins (e. Accelerating to Zero) á loftslagsvikunni í New York-borg þetta árið.Stofnað var til A2Z-samráðsvettvangsins á COP27-loftslagsráðstefnunni. Hann veitir undirskriftaraðilum Glasgow Declaration on Zero Emission Vehicles,, þar á meðal okkur, tækifæri til samstarfs.
A2Z-samráðsvettvangurinn gerir okkur kleift að vinna sameiginlega að og samstilla, með öðrum aðilum samráðsvettvangsins, aðgerðir sem ætlað er að uppfylla markmið samráðsvettvangsins um að tryggja að allir nýir fólks- og sendiferðabílar sem framleiddir verða árið 2040 verði útblásturslausir, og eigi síðar en 2035 á leiðandi markaðssvæðum.
Okkar eigið rafvæðingarmarkmið er mun metnaðarfyllra en þetta en við vonumst til að hvetja önnur fyrirtæki til að grípa til yfirgripsmeiri aðgerða gegn loftslagsbreytingum með tilkynningu okkar um dísilbílana og með því að taka þátt í samræðum á vegum A2Z og öðrum samkomum á loftslagsvikunni í New York-borg.
Breytt viðhorf
Ákvörðun okkar um að hætta algerlega framleiðslu dísilbíla á fyrri hluta árs 2024 sýnir hversu hratt bæði bílaiðnaðurinn og eftirspurn viðskiptavina hefur breyst með tilkomu loftslagsvárinnar.
Aðeins eru fjögur ár síðan dísilvélin var mest selda aflrásin okkar í Evrópu, sem og hjá flestum öðrum bílaframleiðendum. Meirihluti bíla sem við seldum innan heimsálfunnar árið 2019 voru knúnir með dísilvél, á sama tíma og rafbílar voru rétt að ná fótfestu.
Nánast alger viðsnúningur hefur orðið síðan þá vegna breyttrar eftirspurnar á markaði og strangari útblásturshafta ásamt áherslu okkar á rafvæðingu. Nú standa rafknúnir bílar undir meirihluta sölu okkar í Evrópu, hvort sem er rafbílar eða tengiltvinnbílar.
Færri dísilbílar í umferðinni skila einnig bættu loftslagi á þéttbýlissvæðum. Þrátt fyrir að dísilvélar losi minni koltvísýring en bensínvélar losa þær meira magn gastegunda á borð við köfnunarefnisoxíð (NOx) sem skerða loftgæði, sérstaklega á þéttbýlum svæðum.
Veruleg fjárfesting
Markmið okkar er að 50 prósent allra bíla sem við seljum verði rafbílar um miðjan áratuginn og að árið 2030 seljum við eingöngu rafbíla.
En rafvæðingin ein dugir ekki til. Til dæmis mun Volvo C40-rafbíll sem hlaðinn er með loftslagshlutlausri orku, samkvæmt our lifecycle assessment samt sem áður stuðla að losun 27 tonna af koltvísýringi yfir endingartímann sinn. Þetta þýðir að samdráttur losunar við efnisöflun og -vinnslu gegnir lykilhlutverki fyrir bæði skammtíma- og langtímamarkmið okkar í loftslagsmálum.
Til að takast á við losun frá stáli, áli og rafhlöðum setjum við strangari kröfur á birgjana okkar, auk þess sem við leitum nýrra og betri leiða til að vinna þessi efni og auka magn endurnýttra efna.
Þessi markmið og aðgerðir eru studd með verulegum fjárfestingum í nýjum tæknilausnum og framleiðslubúnaði. Með fjárfestingum í starfsemi okkar í Evrópu, Kína og Bandaríkjunum vinnum við að því að undirbúa framleiðsluferli okkar fyrir alrafknúna framtíð. Á sama tíma aukum notkun loftslagshlutlausrar orku í starfsemi okkar á heimsvísu, sem er nú þegar 66 prósent af heildarorkunotkun okkar í dag.
Við stefnum að því að byggja nýja rafbílaverksmiðju í Slóvakíu, auk þess sem við höfum lagt í verulegar fjárfestingar í verksmiðjum okkar til að það sé hægt að framleiða rafbíla þar. Í Svíþjóð verður auk þess reist ný verksmiðja fyrir framleiðslu rafhlaða sem eingöngu verður knúin með loftslagshlutlausri orku, í samstarfi við Northvolt, leiðandi aðila í framleiðslu rafhlaða í Svíþjóð.