Nú eru bílarnir okkar enn betur búnir til að hafa ofan af fyrir þér. Nú er hægt að horfa á Amazon Prime Video í bílunum í gegnum Google Play.
Nú býðst Amazon Prime Video í Volvo-bílnum þínum, hvort sem þú ert að hlaða hann eða bíða eftir ástvini.
Við erum með fyrstu bílaframleiðendum í heimi sem bjóða Prime Video um borð í bílum. Hægt er að nálgast forritið á öllum mörkuðum þar sem forrit og þjónusta Google standa til boða.
En það er ekki allt. YouTube er líka væntanlegt í bílana frá okkur sem eru með innbyggðu Google.
Þjónustan býðst sem meðfylgjandi forrit frá og með 18. september og sem þráðlaus uppfærsla á hverjum markaði.
„Þjónusta á borð við Prime Video og YouTube er enn ein viðbótin við hugbúnað og forrit sem létta ökumönnum lífið,“ segir Erik Severinson, yfirmaður alþjóðadeildar nýrra bílaáætlana. „Þannig stöndum við við loforð okkar um að framleiða bíla sem þróast með viðskiptavinum okkar.“
Þar sem öryggi er lykilatriði í rekstri okkar viljum við tryggja að sem minnst trufli athyglina frá veginum framundan. Því er aðeins aðgangur að myndstreymi þegar bíllinn er kyrrstæður.
Bæði forritin verða í boði í bílunum okkar sem eru með innbyggðu Google á alþjóðlegum mörkuðum, utan Kína, Suður-Kóreu og Víetnam. Framboð eiginleikanna og þjónustunnar getur verið mismunandi milli markaða.