Allt frá áttunda áratug síðustu aldar hefur Volvo Cars lagt sérstaka áherslu á öryggi barna í bílum sínum þar á meðal með hönnun barnabílstóla og sessa.
Öryggi fyrir alla er efst á okkar lista, fyrir ökumann, farþega, aðra akandi vegfarendur og síðast en ekki síst gangandi vegfarendur. Við höfum frá upphafi verið leiðandi aðili í öryggi og þar eru börnin ekki undanskilin.
Okkar einstaka nálgun á öryggi barna felur í sér prófanir sem byggðar eru á raunverulegum aðstæðum í umferðinni. Af þeim sökum mælum við sérstaklega með bakvísandi barnabílstólum fyrir börn fjögurra ára og yngri.
Í takt við framfarir í loftpúðatækni höfum við uppfært tilmæli okkar í tengslum við öryggi barna í framsæti. Tilmælin ráðast af árgerðum Volvo-bíla.
Við höfum verið með bakvísandi barnabílstóla frá árinu 1972 og vinnum stöðugt að endurbótum á öryggisbúnaði fyrir börn þar sem áhersla er lögð á mikilvægi þess að börn ferðist á sem öruggastan hátt. Bakvísandi sæti er öruggasti kosturinn fyrir börn upp að minnsta kosti 4 ára aldri.
Við höfum verið leiðandi í öryggi barna og rannsóknum því tengdum frá því á áttunda áratug siðustu aldar. Kynntu þér mikilvægustu nýjungarnar okkar í öryggi barna í gegnum tíðina.
Enginn velur að vera annars hugar eða þreyttur, en við vitum að það getur gerst. Þess vegna höfum við innleitt skynjara sem skanna farþegarýmið til að koma í veg fyrir að barn eða gæludýr verði skilið eftir í bílnum fyrir slysni.
Öryggisbúnaður Volvo Cars kemur til viðbótar öruggum akstri og honum er ekki ætlað að leyfa eða hvetja til einbeitingarleysis, gáleysis eða annars óöruggs eða ólöglegs aksturs. Þegar upp er staðið er ökumaðurinn alltaf ábyrgur fyrir því hvernig bílnum er stjórnað. Búnaður sem hér er lýst kann að vera aukabúnaður og framboð hans kann að vera breytilegt á milli landa.