Volvo Cars-appið. Njóttu alls þess sem bíllinn þinn hefur upp á að bjóða.

Volvo Cars-appið og EX90 ofan frá

Ekurðu Volvo EX30?

Skannaðu til að sækja Volvo Cars-appið

eða settu það upp

Merki App Store
Merki Google Play
Merki fyrir niðurhal á appi.
Mynd af Volvo-bíl að fá hugbúnaðaruppfærslu úr skýinu.

Uppfærðu hugbúnað þegar þú vilt

Skipuleggðu hugbúnaðaruppfærslur þegar þér hentar. Einfalt mál með hraðvirkum þráðlausum uppfærslum.

Kynntu þér nánar

Einföld stjórntæki sem tryggja áhyggjulausari akstur.

Hraðvirk tölfræði

Auðfundin hugarró.

 

Google Maps

Fáðu leiðsögn með kunnuglegu viðmóti.

Google Maps. Veldu áfangastað áður en lagt er í hann.

Einföld leit

Notaðu innfelld Google Maps í stað miðskjásins. Það býður upp á kunnuglega leið til að finna tiltekna staðsetningu, veitingastaði, hleðslustöðvar eða annað á fljótlegan og einfaldan máta með örfáum snertingum.

Hnökralaus samþætting

Veistu hvert þú ert að fara? Sendu valinn áfangastað í bílinn til að fá nákvæma leiðsögn á miðskjánum.

Fjarstýrð læsing og opnun

Staðfesting án þess að þurfa að bakka.

Fjarstýrð læsing og opnun. Einföld lausn fyrir sveimandi huga.

Fjarstýring

Læstu og opnaðu Volvo-bílinn þinn með einni snertingu um fjartengingu. Áhyggjur af því að gleyma lyklinum og eyða tíma í að sækja þá eru úr sögunni.

Öryggisáminningar

Gleymdirðu að læsa bílnum? Þú færð áminningu þegar bíllinn er skilinn eftir ólæstur í bílastæði.

Áminning um opinn glugga

Fáðu áminningu um opinn glugga þegar þú læsir bílnum.

Bílaleit

Fáðu aðstoð við að leita að bílnum þegar þú finnur hann ekki.

Bílaleit. Sparaðu tíma ... og skref.

Merktu staðsetninguna á korti

Notaðu Google Maps til að sjá hvar þú lagðir bílnum á fljótlegan máta.

Finndu hann á augabragði

Það getur reynst þrautinni þyngra að finna bíl á þéttsetnu bílastæði eftir að skyggja tekur. Blikkaðu aðalljósunum til að finna hann aftur.

Flautaðu til að finna hann

Manstu ekki hvar þú lagðir? Láttu bílinn flauta til að finna hann.

Undirbúningur

Sérsníddu bílinn áður en þú færð hann afhentan.

Undirbúningur. Búðu þig undir aksturinn.

Veldu kjörstillingar

Kveiktu á internettengingu bílsins, stilltu persónuvernd og settu upp öpp og þjónustu Google í gegnum Google-reikninginn þinn áður en þú færð bílinn afhentan. Þetta geturðu gert í sófanum heima hjá þér.

Vaktaðu pöntunina þína.

Pantaðu þér nýjan Volvo á netinu og fylgstu með framvindu pöntunarinnar frá framleiðslulínunni og alla leið í stæðið fyrir framan húsið þitt. Þú færð gagnlegar upplýsingar á meðan þú bíður til að þú sért tilbúin(n) þegar þú færð bílinn í hendurnar.

Aukin þægindi með einum hnappi.

Stjórntæki miðstöðvar

Skapaðu ákjósanlegar aðstæður í innanrými með einum smelli.

Stjórntæki miðstöðvar. Þægindi óháð veðri

Stilltu hitastigið

Þú getur hitað upp innanrýmið í köldu veðri eða kælt það niður þegar heitt er úti áður en þú sest upp í bílinn.

Forhitaðu sætið

Hitaðu upp framsæti og stýri bílsins til að setjast inn í kósí stemningu.

Skipuleggðu þig fram í tímann

Ertu að fara að leggja í hann? Stilltu brottfarartíma til að tryggja rétt hitastig í innanrýminu þegar þú sest inn í bílinn og heldur af stað.

Forritaðu venjur

Skipuleggðu fyrirfram daglegan og vikulegan venjubundinn akstur til að tryggja þægindi í hvert skipti sem þú sest inn í bílinn.

Lofthreinsun

Ferskt loft frá upphafi ferðar.

Lofthreinsun. Meiri loftgæði áður en þú leggur í hann.

Fjarstýrður loftgæðaskynjari

Kannaðu loftgæðin í farþegarýminu áður en í bílinn er komið.

Hraðvirk lofthreinsun

Keyrðu fimm mínútna hreinsunarlotu til að loftræsta farþegarýmið og skipta staðna loftinu út fyrir ferskt og hreint loft.

CleanZone-tækni

Loftræsting áður en lagt er í hann með háþróuðu CleanZone-tækninni okkar. Í akstri viðheldur CleanZone loftgæðum með því að sía út ryk, frjókorn, agnir og lykt. Búnaðurinn getur meira að segja lokað loftinntökum í farþegarými ef hann greinir skaðleg efni.

Fjartengd bílaleit og þjófavörn

Vertu í góðu sambandi óháð staðsetningu.

Bílaleit og fjartengd þjófavörn. Með puttana á púlsinum óháð staðsetningu.

Kortlagning staðsetningar

Sjáðu heimilisfangið sem bíllinn þinn stendur við á upphafsskjánum og merktu nákvæmlega á korti hvar honum var lagt.

Þjófavarnartilkynningar

Fáðu tilkynningu um að þjófavörn bílsins hafi farið í gang.

Betri hleðsla tryggir hnökralausan akstur á rafmagni.

Hleðslustöðvaleit

Endurbætt áfylling.

Hleðslustöðvaleit. Áhyggjulaus akstur á rafmagni.

Veldu hleðslustöð

Fáðu upplýsingar um hleðslustöðvar innan drægni og veldu eina.

Síaðu eftir besta valkostinum

Notaðu síur til að finna hraðhleðslustöðvar ef þú þarft skjóta áfyllingu. Síaðu eftir framboði í rauntíma og eftir stöðvum á hleðslunetum samstarfsaðila þar sem ökumenn Volvo fá afslátt.

Borgaðu án fyrirhafnar

Vistaðu kjörgreiðslumáta til að geta greitt hratt og örugglega á viðkomandi hleðslustöð. Appið vistar einnig kvittanir til að þú getir fylgst með útgjöldunum.

Skipuleggðu fram í tímann

Leitaðu að hleðslustöðvum nærri áfangastaðnum áður en þú leggur af stað. Þannig geturðu fellt hleðsluna hnökralaust inn í ferðina.

Staða rafhlöðu og drægni

Vittu hversu langt þú kemst.

Staða rafhlöðu og drægni. Vegna þess að upphaf ferðarinnar á að vera áhyggjulaust.

Hleðslustaða

Fáðu fljótlegt yfirlit yfir hleðslustöðuna í rafhlöðu bílsins og áætlaða drægni hennar í kílómetrum.

Raundrægni

Áætluð drægni sem reiknuð er út frá aksturslagi, ekki almennum prófunargögnum.

Eldsneytisstaða og eknir kílómetrar

Ökumenn tengiltvinn rafbíla geta séð drægni rafmótorsins og kílómetrastöðu bensínvélarinnar.

Hleðsluáætlunin í Volvo Cars-appinu

Hleðsluáætlanir

Stilltu venjur sem spara þér pening.

Hleðsluáætlanir. Sparaðu tíma og peninga með örfáum snertingum.

Tímasettu hleðslu utan háannatíma

Lækkaðu kostnaðinn við heimahleðslu með því að hlaða bílinn þegar rafmagnið kostar minnst. Rafmagnið er yfirleitt ódýrast á nóttunni og þannig er hægt að skipuleggja hleðsluna með sparnað í huga.

Vistaðu hleðslustaði

Vistaðu margra hleðslustaði og veldu hleðsluáætlun fyrir hvern þeirra. Hleðsluáætlanir tryggja að bílinn er alltaf til reiðu þegar þú vilt aka af stað, hvort sem þú ert heima við eða eða í vinnunni.

Fáðu hleðsluáminningar

Láttu hleðslutækifæri þér aldrei úr greipum ganga. Fáðu sjálfvirkar hleðsluáminningar þegar þú leggur nálægt vistuðum hleðslustöðum.

Ræstu hleðslu með einni snertingu

Breyttust plönin? Með einum hnappi geturðu hnekkt daglegri áætlun til að hleðsla sé ræst um leið og þú stingur bílnum í samband. Engar áhyggjur! Þetta eyðir ekki áætluninni. Hún verður sjálfkrafa virk daginn eftir.

Hleðslustaða

Stingdu í samband og farðu að sinna öðru.

Hleðslustaða. Vertu fullviss um að bíllinn sé tilbúinn.

Hleðslustaðfesting

Þú getur fengið skjóta staðfestingu á að bíllinn sé í sambandi og hleðsla sé virk. Þannig geturðu yfirgefið bílinn í þeirri fullvissu að hann verði tilbúinn þegar þú kemur til baka.

Fylgstu með framvindu

Nýttu tímann til fullnustu með því að hafa auga með hleðsluframvindunni og hversu langur tími er þar til rafhlaðan nær valinni hleðslustöðu.

Hraðvirkur stuðningur þegar á þarf að halda.

Viðhaldsskoðanatáknið í Volvo Cars-appinu

Viðhaldsskoðanir og áminningar

Vertu með viðhaldið á hreinu, án allrar fyrirhafnar.

Viðhaldsskoðanir og áminningar. Áhyggjulaus umhirða bíls.

Stöðuskoðanir

Gakktu á einfaldan máta úr skugga um að loftþrýstingur í hjólbörðum, ljós og vökvar séu í viðunandi ástandi.

Þjónustuáminningar

Bókaðu árlega þjónustu á réttum tíma með því að láta okkur senda þér áminningu.

Þjónustubókunartáknið í Volvo Cars-appinu

Þjónustubókanir

Nýttu þér flýtileið í árlega þjónustuskoðun.

Þjónustubókanir. Fljótleg leið fyrir reglubundna umhirðu.

Skráð verkstæði í næsta nágrenni

Veldu verkstæði af lista yfir verkstæði á þínu svæði og skoðaðu hvaða dagsetningar og tímar eru í boði fyrir þá þjónustu sem þú leitar eftir.

Hagnýtar áminningar

Tímasettu áminningar og dagatalsviðburði til að einfalda umsjón þjónustubókana.

Vegaaðstoðartáknið í Volvo Cars-appinu

Vegaaðstoð

Hjálp allan sólarhringinn með einni snertingu.

Vegaaðstoð. Aðstoð án umstangs.

Aðstoð með einum hnappi

Hringdu eftir vegaaðstoð með einum einasta hnappi. Þú færð sjálfkrafa tengingu við næsta þjónustuaðila sem kemur til með að aðstoða þig.

Hafðu aðgang að upplýsingunum þínum

Skráningarnúmerið þitt og verksmiðjunúmer bílsins eru birt fyrir ofan hringihnappinn til að auðvelda þér aðstoðarbeiðniferlið.

Þjónustuverstáknið í Volvo Cars-appinu

Þjónustuver

Hafðu beint samband við þjónustuverið.

Þjónustuver. Flýtileiðir í hjálp.

Tengiliðir hjá þjónustuveri

Hringdu, sendu tölvupóst eða spjallaðu við okkur í gegnum appið. Við erum með alla tengiliði í þjónustuveri á einum stað til að létta viðskiptavinum lífið.

Þjónustuhandbókartáknið í Volvo Cars-appinu

Þjónustuhandbækur sem hægt er að leita í

Finndu svörin á einfaldan máta.

Þjónustuhandbækur sem hægt er að leita í. Kæra spurning, má ég kynna þig fyrir svarinu.

Bílahandbækur sem hægt er að leita í

Handbók bílsins er aðgengileg á appið. Notaðu leitarreitinn til að finna nákvæmlega þær upplýsingar sem þú leitar eftir.

Tákn sérsniðinna tilkynninga í Volvo Cars-appinu

Sérsniðnar tilkynningar

Lítil hljóðmerki sem skipta miklu máli.

Sérsniðnar tilkynningar. Gerðu minna. Fáðu meira.

Hleðsluupplýsingar

Staðfestingarskilaboð og upplýsingar um framvindu og lok hleðslu gera þér kleift að stinga í samband og fara svo að sinna öðru.

Nýr búnaður

Fáðu fréttir af nýjum hugbúnaðartengdum búnaði, aukahlutum og vörum sem gætu komið komið sér vel fyrir þig og bílinn þinn.

Hjálparhönd

Við sendum þér gagnlegar áminningar. Þetta gæti verið áminning um að læsa bílnum eða ábending um að hlaða bílinn. Við látum þig vita þegar kominn er tími á árlega þjónustuskoðun og minnum þig á þjónustubókanirnar þínar. Við pössum upp á þig.

EX30 Volvo Cars-app og framhluti Volvo EX30

Volvo EX30-app fyrir ökumenn EX30

Hafðu stóru möguleika litla sportjeppans í hendinni.

Kynntu þér nánar

Hvernig getum við aðstoðað þig?

Hafðu samband við okkur ef þú ert með spurningar um Volvo Cars-appið.

Fáðu frekari upplýsingar um Volvo Cars-appið

Hvað er Volvo Cars appið?

Volvo Cars-appið er ókeypis forrit sem gerir ökumönnum Volvo-bíla kleift að dýpka upplifunina. Efni og búnaður eru sérsniðin að þínum bíl og þjónustu sem veitt er í gegnum hugbúnað.

Hvað fylgir með Volvo Cars appinu?

Volvo Cars-appið býður upp á hagnýta og auðskilda eiginleika svo þú njótir Volvo-bílsins þíns enn betur.

Í því finnurðu fjarstýringar til að tryggja öryggi bílsins og forstilla andrúmsloftið í farþegarýminu. Þar er einnig búnaður sem auðveldar þér að hlaða Volvo-rafbílinn eða Volvo-tengiltvinnbílinn þinn á hagkvæmari hátt. Þessu til viðbótar höfum við útbúið bílahandbækurnar með leitareiginleika til að þú getir fengið svör á skjótan máta. Þú getur einnig fengið beint samband við þjónustuver í gegnum appið.

Eiginleikar appsins, virkni og efni ráðast af gerð bílsins þíns og þeirri þjónustu sem er í boði á þínu svæði.

Get ég stjórnað bílnum mínum með Volvo Cars-appinu?

Volvo Cars-appið býður upp á fjarstýringareiginleika sem tryggir öryggi bílsins sem og aukin þægindi. Þú getur læst og opnað bílinn með fjarstýringu, svo dæmi sé tekið, og hitað eða kælt farþegarýmið til að tryggja hámarksþægindi þegar þú sest inn. Finnurðu bílinn ekki á bílastæðinu? Blikkaðu aðalljósunum eða þeyttu flautuna með fjarstýringu til að finna hann.

Kemur Volvo Cars-appið í stað Volvo On Call-appsins?

Já, Volvo On Call-appið hefur skipt um nafn og heitir nú Volvo Cars-app. Appið er betrumbætt í gegnum stöðuga þróun og endurbætur.

Hefur nafnabreytingin áhrif á gömlu áskriftina mína að Volvo Cars-appinu? (Það er Volvo On Call-áskriftina)

Nei, hún heldur áfram eins og ekkert hafi í skorist og þú þarft ekki að gera neitt. Ekkert nema nafnið breyttist.

Er Volvo Cars-appið ókeypis og hvernig nálgast ég það?

Volvo Cars-appið er ókeypis. Sæktu það þar sem þú sækir öpp fyrir snjallsímann þinn. Aukakostnaður fylgir sumri stafrænni þjónustu.

Hvar finn ég handbók tiltekinnar gerðar bíls í appinu?

Undir bílaflipanum ertu beðin(n) um að „opna handbókina“. Hér geturðu leitað að því sem þú ert að reyna að finna.

Við hvern hef ég samband við til að fá aðstoð með appið?

Appið er með sérstakan þjónustuflipa þar sem þú getur sótt þér stuðning á mismunandi vegu í gegnum appið.

Hvað er Volvo ID og hvernig get ég búið til Volvo ID?

Volvo ID er persónulegi reikningurinn þinn hjá Volvo Cars. Hann veitir þér aðgang að vörum og þjónustu og gerir okkur kleift að auðkenna þig sem viðskiptavin og notanda appsins. Þú getur stofnað Volvo ID um leið og þú setur upp appið og opnar það í fyrsta sinn.

Ég gleymdi innskráningarupplýsingunum mínum / á í vandræðum með að skrá mig inn. Hvað á ég að gera?

Gleymdirðu aðgangsorðinu þínu? Fylgdu leiðbeiningunum hér á eftir til að endurstilla aðgangsorðið þitt.

Gegnum vefsvæði Volvo Cars:

1. Hægt er að breyta aðgangsorðinu þínu beint á vefsvæði Volvo Cars 2. Þú getur fundið valkosti fyrir umsjón með Volvo ID á valmyndinni efst til hægri 3. Færðu inn notandanafnið fyrir Volvo ID (netfang/farsímanúmer).

Þér munu berast skilaboð með tengli sem þú getur notað til að stilla nýtt aðgangsorð.

Í Volvo Cars-appinu:

1. Ræstu Volvo Cars-appið 2. Veldu „Skrá inn“ 3. Ýttu á „Gleymt aðgangsorð?“ og fylgdu leiðbeiningunum.

Ef þú þarft að fá frekari aðstoð með innskráningu skaltu hafa samband við Volvo á Íslandi | Brimborg eða þjónustuver Volvo Cars.

Eiginleikar Volvo Cars-appsins eru mögulega ekki í boði á öllum markaðssvæðum eða fyrir allar gerðir, auk þess sem þeir eru mögulega ekki í boði fyrr en síðar meir. Framtíðartækni sem lýst er og endanlegur búnaður kunna að vera mismunandi.
Google Maps er vörumerki í eigu Google LLC.