Skipuleggðu hugbúnaðaruppfærslur þegar þér hentar. Einfalt mál með hraðvirkum þráðlausum uppfærslum.
Hraðvirk tölfræði
Auðfundin hugarró.
Fáðu leiðsögn með kunnuglegu viðmóti.
Staðfesting án þess að þurfa að bakka.
Fáðu aðstoð við að leita að bílnum þegar þú finnur hann ekki.
Sérsníddu bílinn áður en þú færð hann afhentan.
Skapaðu ákjósanlegar aðstæður í innanrými með einum smelli.
Ferskt loft frá upphafi ferðar.
Vertu í góðu sambandi óháð staðsetningu.
Endurbætt áfylling.
Vittu hversu langt þú kemst.
Stilltu venjur sem spara þér pening.
Stingdu í samband og farðu að sinna öðru.
Vertu með viðhaldið á hreinu, án allrar fyrirhafnar.
Nýttu þér flýtileið í árlega þjónustuskoðun.
Hjálp allan sólarhringinn með einni snertingu.
Hafðu beint samband við þjónustuverið.
Finndu svörin á einfaldan máta.
Lítil hljóðmerki sem skipta miklu máli.
Hafðu stóru möguleika litla sportjeppans í hendinni.
Hafðu samband við okkur ef þú ert með spurningar um Volvo Cars-appið.
Volvo Cars-appið er ókeypis forrit sem gerir ökumönnum Volvo-bíla kleift að dýpka upplifunina. Efni og búnaður eru sérsniðin að þínum bíl og þjónustu sem veitt er í gegnum hugbúnað.
Volvo Cars-appið býður upp á hagnýta og auðskilda eiginleika svo þú njótir Volvo-bílsins þíns enn betur.Í því finnurðu fjarstýringar til að tryggja öryggi bílsins og forstilla andrúmsloftið í farþegarýminu. Þar er einnig búnaður sem auðveldar þér að hlaða Volvo-rafbílinn eða Volvo-tengiltvinnbílinn þinn á hagkvæmari hátt. Þessu til viðbótar höfum við útbúið bílahandbækurnar með leitareiginleika til að þú getir fengið svör á skjótan máta. Þú getur einnig fengið beint samband við þjónustuver í gegnum appið.Eiginleikar appsins, virkni og efni ráðast af gerð bílsins þíns og þeirri þjónustu sem er í boði á þínu svæði.
Volvo Cars-appið býður upp á fjarstýringareiginleika sem tryggir öryggi bílsins sem og aukin þægindi. Þú getur læst og opnað bílinn með fjarstýringu, svo dæmi sé tekið, og hitað eða kælt farþegarýmið til að tryggja hámarksþægindi þegar þú sest inn. Finnurðu bílinn ekki á bílastæðinu? Blikkaðu aðalljósunum eða þeyttu flautuna með fjarstýringu til að finna hann.
Já, Volvo On Call-appið hefur skipt um nafn og heitir nú Volvo Cars-app. Appið er betrumbætt í gegnum stöðuga þróun og endurbætur.
Nei, hún heldur áfram eins og ekkert hafi í skorist og þú þarft ekki að gera neitt. Ekkert nema nafnið breyttist.
Volvo Cars-appið er ókeypis. Sæktu það þar sem þú sækir öpp fyrir snjallsímann þinn. Aukakostnaður fylgir sumri stafrænni þjónustu.
Undir bílaflipanum ertu beðin(n) um að „opna handbókina“. Hér geturðu leitað að því sem þú ert að reyna að finna.
Appið er með sérstakan þjónustuflipa þar sem þú getur sótt þér stuðning á mismunandi vegu í gegnum appið.
Volvo ID er persónulegi reikningurinn þinn hjá Volvo Cars. Hann veitir þér aðgang að vörum og þjónustu og gerir okkur kleift að auðkenna þig sem viðskiptavin og notanda appsins. Þú getur stofnað Volvo ID um leið og þú setur upp appið og opnar það í fyrsta sinn.
Gleymdirðu aðgangsorðinu þínu? Fylgdu leiðbeiningunum hér á eftir til að endurstilla aðgangsorðið þitt.
Gegnum vefsvæði Volvo Cars:
1. Hægt er að breyta aðgangsorðinu þínu beint á vefsvæði Volvo Cars 2. Þú getur fundið valkosti fyrir umsjón með Volvo ID á valmyndinni efst til hægri 3. Færðu inn notandanafnið fyrir Volvo ID (netfang/farsímanúmer).
Þér munu berast skilaboð með tengli sem þú getur notað til að stilla nýtt aðgangsorð.
Í Volvo Cars-appinu:
1. Ræstu Volvo Cars-appið 2. Veldu „Skrá inn“ 3. Ýttu á „Gleymt aðgangsorð?“ og fylgdu leiðbeiningunum.
Ef þú þarft að fá frekari aðstoð með innskráningu skaltu hafa samband við Volvo á Íslandi | Brimborg eða þjónustuver Volvo Cars.
Eiginleikar Volvo Cars-appsins eru mögulega ekki í boði á öllum markaðssvæðum eða fyrir allar gerðir, auk þess sem þeir eru mögulega ekki í boði fyrr en síðar meir. Framtíðartækni sem lýst er og endanlegur búnaður kunna að vera mismunandi.
Google Maps er vörumerki í eigu Google LLC.