EX30. Mikil rafknúin afköst í litlum umbúðum.
Drægni á rafmagni
(Allt að)
Áætlaður hraðhleðslutími með jafnstraumi
(10–80%)
Orkunotkun
(á hverja 100 km)
Hröðun
(0–100 km/klst.)
Stílhrein hljóðstöngin er miðpunktur aflmikils hljóðkerfisins.
EX30 býður upp á sjálfvirka lagningu í stæði, stýri, inngjöf og hemlun.
Fimm lýsingar- og hljóðþemu skapa skandinavíska stemningu.
Hagnýtar geymslulausnir og sveigjanlegt farangursrými auka hægindi og þægindi.
Innra rými
Við hönnuðum fjögur innanrými fyrir EX30 sem öll sækja innblástur í náttúruna. Í þeim fara saman fallegir litir á áklæði og klæðningum og endurnýjanleg og endurunnin efni.
Endurnærandi svalinn sem við þráum á sólríkum dögum. Einstök mynstur í mjúkum litum.
Áklæði
Klæðning
Hönnunarinnblástur
Klæðning á loftunaropi
Akstursupplifun
Einfaldari og sérstillanlegri akstursstjórntæki og skjáir gera aksturinn auðveldari og aðgengilegri.
Njóttu akstursaðstoðartækni og öryggisnýjunga sem hannaðar eru til að tryggja öryggi þitt og annarra vegfarenda.
Við útbjuggum EX30 með fyrsta flokks öryggisbúnaði sem dregur úr hættunni á að ökumaður og farþegar opni bílhurðina í veg fyrir hjólreiðafólk sem kemur aftan að bílnum.
Efni
EX30 var hannaður með það að sjónarmiði að hafa minnsta kolefnisfótspor allra Volvo-bíla frá upphafi og er því að miklu leyti gerður úr endurnýjanlegum og endurunnum efnum.*
Lágstemmd hönnun og skilvirk notkun efna gerði okkur kleift að draga úr eða koma í veg fyrir sóun.
Um 25 prósent alls áls og 17 prósent alls stáls og plasts sem notað er í EX30 eru endurunnin.
Um 30 prósent klæðningar er úr endurunnu plasti, auk þess sem endurunnin og endurnýjanleg efni eru notuð í yfirborðsfleti.
Lágstemmd hönnun og skilvirk notkun efna gerði okkur kleift að draga úr eða koma í veg fyrir sóun.
Um 25 prósent alls áls og 17 prósent alls stáls og plasts sem notað er í EX30 eru endurunnin.
Um 30 prósent klæðningar er úr endurunnu plasti, auk þess sem endurunnin og endurnýjanleg efni eru notuð í yfirborðsfleti.
*Byggt á kolefnisfótspori út endingartíma bíls sem er ekið meira en 200.000 km á EU27-rafmagni og í tengslum við vörur á heimsmarkaði.
Tæknilýsing
Tölurnar eru til bráðabirgða og fengnar úr mati og útreikningum sem Volvo Cars gerði fyrir EX30 og því er ekki hægt að ábyrgjast þær. Raunorkunotkun við raunverulegar aðstæður er mismunandi og fer eftir aksturslagi og öðrum ytri áhrifaþáttum. Endanleg vottun ökutækis bíður staðfestingar.
Á sumum markaðssvæðum er hægt að panta bíla til kaupa og í áskrift á netinu. Athugaðu að verð eru leiðbeinandi og gætu breyst fyrir afhendingu á bílnum vegna þátta sem við höfum ekki stjórn á, svo sem hækkana á sköttum, gjöldum, vöxtum o.s.frv. Þér verður gert viðvart um allar breytingar og getur alltaf hætt við fyrir afhendingu.
Já.
Áætluð drægni á rafmagni Volvo EX30 er allt að 480 km. Drægni ræðst af ýmsum þáttum, á borð við aksturslag, hitastig úti við, veður, vind, landslag og vegaskilyrði. Aðrir þættir sem hafa áhrif á drægni eru m.a. hversu mikið rafmagn þú notar í búnað í bílnum eins og miðstöð eða loftkælingu. Þú getur aukið drægnina með því að forhita eða forkæla rafhlöðuna við hleðslu til að hún sé við kjörhitastig þegar þú ekur af stað.
Verð á rafmagni er breytilegt, en kostnaðurinn við að hlaða bíl er þó minni en kostnaðurinn við að fylla á bensín- eða dísilknúinn bíl. Lægri rekstrarkostnaður er ein ástæða þess að fólk er að skipta yfir í rafbíla.
Hraðhleðsla er í boði á DC hleðslustöðvum (með jafnstraumi). Þú getur fundið hleðslustöðvar við þá leið sem þú hefur valið með Google-kortum á miðjuskjánum eða í Volvo EX30 appinu. Þú getur einnig hlaðið heima við með Volvo Cars-heimahleðslustöðinni.
Hraðasti hleðslutíminn næst með hleðslu í 80% af möguleika rafhlöðunnar. Þetta tryggir styttri hleðslutíma vegna þess að síðustu 20 prósent hleðslunnar taka lengsta tímann. Forhitun eða forkæling rafhlöðunnar áður en ekið er inn á hleðslustöð stuðlar enn fremur að hraðari og skilvirkari hleðslu.
Með þessari aðferð geturðu hlaðið úr 10 í 80 prósent hleðslu á 175 kW DC hraðhleðslustöð (með jafnstraumi) á allt niður í 26,5 mínútur.
Ef þú þarft fulla hleðslu til að ná á áfangastað eða næstu hleðslustöð skaltu nota stjórntækin á miðjuskjánum til að velja 100 prósent hleðslu.
Hleðslutími getur verið mismunandi og ræðst af þáttum eins og hitastigi úti við, hitastigi rafhlöðunnar, hleðslubúnaði, ástandi rafhlöðunnar og ástandi bílsins.
EX30 er kannski smærri en hinir en öryggið er það sama og við má búast í Volvo jeppa. Við þróun og hönnun bílsins studdumst við við leiðandi staðla okkar fyrir öryggisbúnað, auk þess að bæta nýjum búnaði við. Frekar upplýsingar um öryggisorðspor okkar.
Já.
Já.*
*Þjónusta Google er virkjuð með stafræna pakkanum, sem er innifalinn til minnst fjögurra ára - mismunandi eftir markaðssvæðum. Að þessum tíma loknum gilda nýir skilmálar og gjöld ef þú kýst að endurnýja.
SUV er skammstöfun enska hugtaksins „sports utility vehicle“ sem er einnig þýtt sem jeppi á íslensku. Slíkir bílar eru fjölhæfir fimm til sjö sæta fólksbílar með háreistri hönnun á ytra byrði. Sætisstaða í slíkum bílum er hærri en í hefðbundnum fjölskyldubílum og þeir eru allajafna með aldrifi. Þessir bílar eru framleiddir í ýmsum stærðum, þar á meðal litlir.
Stærð Volvo EX30 setur hann í flokk minni SUV-bíla eða öðru nafni sportjeppa. Hann er fjölhæfur og háreistur, rúmar allt að fimm einstaklinga og er búinn rúmgóðum farangursrýmum.
Kynntu þér hagstætt tilboð á lögbundinni ábyrgðartryggingu og kaskótryggingu með tiltekinni sjálfsábyrgð ásamt drifrafhlöðutryggingu í þrjú ár eða að 100.000 km.*
Innifelur reglulega þjónustu og viðhald í 3 ár eða að 100 þúsund km og ef leigt er þá eru dekk að auki innifalin.**
Aktu áhyggjulaus með 5 ára verksmiðjuábyrgð og 8 ára ábyrgð á drifrafhlöðu á bílum keyptum hjá Brimborg.
* Þjónusta ræðst af skilmálum – takmarkanir gilda um rekstrarvörur – frekari upplýsingar fást hjá söluaðila Volvo.
**Frekari Upplýsingar fast hjá söluaðila.
Hreint Rafmagn
Uppgötvaðu fyrsta crossover rafbílinn okkar, með leðurfríu innanrými og innbyggðu Google.
Hreint Rafmagn
Snjall. Fjölhæfur. Líflegur. Kynntu þér rafmagnsjeppann okkar – fyrir allar hugsanlegar útgáfur af þér.
Hreint Rafmagn
Uppgötvaðu fyrsta crossover rafbílinn okkar, með leðurfríu innanrými og innbyggðu Google.
Hreint Rafmagn
Snjall. Fjölhæfur. Líflegur. Kynntu þér rafmagnsjeppann okkar – fyrir allar hugsanlegar útgáfur af þér.
Framtíðartækni, búnaður sem sýndur er og lýst er, endanleg hönnun og akstursgeta kunna að vera mismunandi. Búnaður er hugsanlega ekki í boði á öllum markaðssvæðum og verður ekki staðalbúnaður á öllum markaðssvæðum né með öllum gerðum.
Google, Google Play og Google-kort eru vörumerki Google LLC.