Helsti búnaður

Kynntu þér öryggis-, þæginda- og tengibúnað sem gerir EX30 að enn betri bíl.

Sameinaður miðjuskjár

12,3" spjaldtölva er sameinaður ökumanns- og miðjuskjár. Þar sameinast aðgengilegar upplýsingar og eftirlætisstjórntækin þín á einum skjá.

Viðbragðsfljót stjórntæki

Snertiskjárinn er hannaður til að skila háskerpumynd með lágmarksglampa og -endurskini. Hann er einnig hraðvirkur. Skynjarar og innrauð filma skila tafarlausum aðgerðum.

Stilltu aksturinn eftir þínu höfði.

Lífið snýst um meira en að strjúka hingað og þangað og fletta út og suður. Þess vegna útbjuggum við EX30 með sérsníðanlegu viðmóti til að tryggja einfaldari stjórnun.

Mynd af 12,3 tommu háskerpumiðjuskjá EX30 með snjöllum flýtileiðum og stillingum.Snjallar flýtileiðir og stillingar

Þú sérð mest notuðu stjórntækin neðst á miðjuskjánum. Hér er þó ekki um að ræða hefðbundnar flýtileiðir. Stjórntækin birtast eingöngu þegar eiginleikinn er í boði. Viltu opna afturhlerann? Þá þarftu að bíða þar til hraðinn er nógu lítill til að sá valkostur sé í boði. Græjurnar á miðjuskjánum eru einnig snjallar. Nýttu þér leiðsögn, símann og margmiðlun án þess að strjúka skjáinn. Þú einfaldlega ýtir til að fá aðgang að fullri virkni. Upphafsskjárinn einfaldar sérstillingu akstursins, jafnvel áður en lagt er af stað. Veldu þema fyrir lýsinguna, kveiktu á stjórntækjum á borð við akstur með einu fótstigi og kveiktu á Pilot Assist.

Mynd af 12,3 tommu háskerpumiðjuskjá EX30 með snjöllum flýtileiðum og stillingum í einföldu yfirliti.Yfirlit ökumannsskjás

Fáðu akstursupplýsingarnar eins og þú vilt. Einfalt yfirlit (Calm) sýnir aðeins mikilvægustu upplýsingar fyrir ökumann. Umhverfisyfirlit (Surround) sýnir sömu upplýsingar, sem og sjálfvirkan akstursaðstoðarbúnað og rauntímamynd af umhverfi bílsins. Veldu það yfirlit sem hentar best á miðjuskjánum eða forritaðu rofa á stýrinu til að skipta á milli.

Nærmynd af 12,3 tommu háskerpumiðskjá EX30 með innbyggðum Google Maps.Auðvelt að stjórna með innbyggðum Google-eiginleikum

Innbyggð forrit og þjónusta frá Google gera þér kleift að tengja við þitt stafræna líf án þess að para símann við bílinn. Sæktu uppáhaldsforritin þín á Google Play og notaðu þau handfrjálst með Google Assistant. Nú geturðu komist í tónlistina þína, hljóðbækur og hlaðvörp með því einu að segja: „OK Google.“ Google Assistant getur einnig stjórnað sumum aðgerðum bílsins, hringt símtöl og sent SMS-skilaboð, leitað að afgreiðslutímum og framkvæmt sömu hröðu leitina og þú gerir í símanum. Aktu á áfangastað af meira öryggi með Google Maps. Þú velur áfangastaðinn á einfaldan hátt og nýtur nákvæmrar leiðsagnar á miðjuskjánum. Þú sérð einnig upplýsingar um drægni, áætlaða hleðslustöðu rafhlöðunnar á áfangastað og hleðslustöðvar á valinni leið. Upplifun þín verður samfelldari með tímanum þar sem Google stillir sig eftir þínum þörfum.

Mynd af 12,3 tommu háskerpumiðjuskjá EX30 með snjöllum flýtileiðum og stillingum.
Mynd af 12,3 tommu háskerpumiðjuskjá EX30 með snjöllum flýtileiðum og stillingum í einföldu yfirliti.
Nærmynd af 12,3 tommu háskerpumiðskjá EX30 með innbyggðum Google Maps.
Snjallar flýtileiðir og stillingar

Þú sérð mest notuðu stjórntækin neðst á miðjuskjánum. Hér er þó ekki um að ræða hefðbundnar flýtileiðir. Stjórntækin birtast eingöngu þegar eiginleikinn er í boði. Viltu opna afturhlerann? Þá þarftu að bíða þar til hraðinn er nógu lítill til að sá valkostur sé í boði. Græjurnar á miðjuskjánum eru einnig snjallar. Nýttu þér leiðsögn, símann og margmiðlun án þess að strjúka skjáinn. Þú einfaldlega ýtir til að fá aðgang að fullri virkni. Upphafsskjárinn einfaldar sérstillingu akstursins, jafnvel áður en lagt er af stað. Veldu þema fyrir lýsinguna, kveiktu á stjórntækjum á borð við akstur með einu fótstigi og kveiktu á Pilot Assist.

Hnökralaus afhending

Upphaf og endir EX30-upplifunarinnar felst í forritinu. Í því geturðu sett upp og sérsniðið bílinn, jafnvel áður en þú færð hann afhentan.

Fjarstýring

Notaðu forritið til að fjarstýra stillingum miðstöðvarinnar, stjórna hleðslu, uppfæra hugbúnað, velja akstursleið og margt fleira.

Volvo EX30 appið.

Mynd af snjallsíma með Volvo EX30 appið sem veitir aðgang að hagnýtri þjónustu og aðgerðum.

Nýttu búnað og aðgerðir bílsins til fulls með Volvo EX30 appinu.

Hægindi skila þægindum.

Mynd sem sýnir ferkantað sportstýri Volvo EX30.Ferkantað sportstýri

Ferkantað sportstýrið býður upp á áhrifamikið grip. Auk þess er það búið flottum stjórnrofum. Einn þeirra er hægt að forrita fyrir aðgerð að eigin vali. Þegar kólna fer í veðri er hægt að hita stýrið. Notaðu miðjuskjáinn til þess eða stilltu bílinn á að gera það sjálfkrafa. Hægt er að velja hita í stýri sem hluta af upphitunaráætluninni í Volvo EX30-forritinu þegar hitastig fer niður fyrir 7 °C.

Mynd sem sýnir rúmgott og sveigjanlegt farangursrými og geymslupláss í Volvo EX30.Sveigjanleg farangursrými og geymslur

Einfalt er að hlaða og afferma farangur úr breiðu 318 l skotti EX30. Gólfið er flatt, enginn kantur er til staðar við opið og hægt er að lækka bílinn til að tryggja enn meiri þægindi. Þarftu að koma meiru fyrir? Undir gólfi farangursrýmisins er að finna aukahólf, auk þess sem farangursgeymslu er að finna undir húddinu. Niðurfellanleg aftursætisbök auka síðan enn frekar farangursrýmið. Fjölnota geymsla í miðstokki kemur í veg fyrir að geyma þurfi hluti á gólfinu. Í hana má t.d. setja innkaupapoka og mat til að koma í veg fyrir að eitthvað hellist niður. Undir þeirri geymslu er svo annað hólf fyrir smáhluti. Víðs vegar um farþegarýmið og í skottinu er að finna króka, festingar, hólf og vasa. Volvo-bílar eru hannaðir fyrir lífið og alla þá aukahluti sem því fylgja.

Mynd sýnir fyrirferðarlítil og haganlega hönnuð sæti Volvo EX30.Fyrirferðarlítil og þægileg sæti

Hönnun sætanna okkar hámarkar stuðning við hrygginn. Það getur dregið úr þrýstingi, hokinni líkamsstöðu og álagi á axlir. Þú finnur þína kjörstillingu með rafdrifnum stillibúnaðinum. Þetta þýðir þó ekki að framsætin séu fyrirferðarmikil. Fyrirferðarlítil sætin eru í anda lágstemmdrar hönnunarstefnu okkar og auka fótarými fyrir farþega í aftursæti. Viltu hafa sætið aðeins heitara? Notaðu miðjuskjáinn til að kveikja á hitanum í sætinu eða stilltu bílinn á að gera það sjálfkrafa þegar hitastig fer niður fyrir 7 °C. Þetta er hluti af upphitunaráætluninni sem þú setur upp í Volvo EX30-appinu.

Mynd sem sýnir ferkantað sportstýri Volvo EX30.
Mynd sem sýnir rúmgott og sveigjanlegt farangursrými og geymslupláss í Volvo EX30.
Mynd sýnir fyrirferðarlítil og haganlega hönnuð sæti Volvo EX30.
Ferkantað sportstýri

Ferkantað sportstýrið býður upp á áhrifamikið grip. Auk þess er það búið flottum stjórnrofum. Einn þeirra er hægt að forrita fyrir aðgerð að eigin vali. Þegar kólna fer í veðri er hægt að hita stýrið. Notaðu miðjuskjáinn til þess eða stilltu bílinn á að gera það sjálfkrafa. Hægt er að velja hita í stýri sem hluta af upphitunaráætluninni í Volvo EX30-forritinu þegar hitastig fer niður fyrir 7 °C.

Þráðlaus símahleðsla

Hægt er að hlaða símann í sérstöku geymsluhólfi við framsæti.

Rafmagnsinnstunga í skotti

Hægt er að stinga litlum raftækjum í samband við tólf volta rafmagnsinnstungu í skottinu. Virkar jafnvel þótt bíllin sé ekki í gangi.

Fjögur USB-C tengi

Hægt er að hlaða tæki í fjórum USB-C tengjum í farþegarými, tveimur við framsæti og tveimur við aftursæti.

Akstursaðstoð eykur öryggi á vegum.

Park Pilot Assist

EX30 er búinn sjálfvirkri stýringu, inngjöf og hemlun fyrir bílastæði. Og já, hann getur líka bakkað í stæði upp við gangstéttarbrún. Þú sérð um að vakta það sem er að gerast umhverfis bílinn og grípur inn í ef eitthvað óvænt gerist. Bíllinn getur einnig skimað eftir góðum bílastæðum. Hann getur greint stæði og birt þér valkostina á miðjuskjánum á allt upp að 22 km/klst. Þú velur því næst stæðið og bíllinn sér um rest.

360° myndavél

Myndavélar á öllum hliðum bjóða upp á skýra 360° loftmynd af bílnum. Þessi mynd birtist sjálfkrafa á miðjuskjánum þegar sett er í bakkgír eða bíllinn nálgast hindrun á litlum hraða. Þú getur einnig kallað hana fram þegar þú vilt sem og skipt skjánum upp í 360° mynd og 180° mynd hlið við hlið. Nú þarf ekki lengur að skipta á milli þeirra. Hægt er að velja eina myndavél í einu ef ætlunin að sjá fram fyrir, aftur fyrir eða til hliðanna. Að lokum er hægt að njóta yfirsýnar yfir bílinn og umhverfi hans í þrívídd.

Viðvörun fyrir opnun dyra

EX30 notar ratsjár til að greina hjólreiðafólk eða rafskutlur sem nálgast aftan frá og kveikir viðvörun ef einhver ætlar að opna dyr. Viðvörunin er tveggja stiga. Fyrst heyrist viðvörun frá miðjuskjánum og BLIS-ljós logar. Viðvörunin verður ákafari ef hættan á ákeyrslu verður meiri. Viðvörunarmerki heyrist og BLIS-ljósið byrjar að blikka.

Pilot Assist

Pilot Assist akstursaðstoð aðstoðar þig með marga litla hluti sem geta skipt miklu máli. Ætlarðu að skipta um akrein? Láttu bílinn um það. Þá þarf að vera nægur tími og pláss til að ljúka akreinaskiptum og þú þarft að hafa hendur á stýri allan tímann. Þessi nýi búnaður er þó hugsaður til að draga úr álagi við akreinaskipti. Bíllinn getur létt undir með þér þegar tekið er fram úr eða ekið við hlið stórra ökutækja. Þetta gerir hann með því að auka og halda bilinu frá hlið hins ökutækisins. Ef vörubílar eru báðum megin við bílinn stillir hann sig af mitt á milli þeirra. Pilot Assist akstursaðstoð stillir hraðann til að halda jöfnu bili á milli bílsins og ökutækisins fyrir framan hann. Þetta getur verið sérstaklega gagnlegt í þungri umferð sem er sífellt að stöðva og taka af stað aftur. Bíllinn getur numið algjörlega staðar ef bíllinn fyrir framan stöðvast. Ef sá bíll stöðvar bara í smástund fer bíllinn þinn sjálfkrafa aftur af stað. Þetta er aðeins hluti af þeirri hátæknilegu akstursaðstoð sem Pilot Assist býður upp á. En þú þarft ávallt að vera vakandi og til reiðu. Pilot Assist akstursaðstoð getur gefið ábendingar um að stýra og aukið ákafa viðvarana ef það greinir engin viðbrögð frá ökumanni. Ef ökumaðurinn bregst alls ekki við getur bíllinn stöðvast sjálfkrafa.

Árekstrarvarnarkerfi

EX30 er hannaður til að koma í veg fyrir eða draga úr árekstri við önnur ökutæki, gangandi vegfarendur og hjólreiðafólk, hvort sem er að degi eða nóttu til. Hann getur kveikt hljóðviðvaranir og sjónrænar viðvaranir og beitt hemlunum endurtekið þegar hætta á árekstri greinist. Og ef árekstur er yfirvofandi eða ef þú ert að beygja fyririr komandi ökutæki á gatnamótum getur bíllinn hemlað sjálfkrafa. Við sumar aðstæður getur bíllinn meira að segja beygt sjálfkrafa til að koma í veg fyrir eða draga úr árekstri.

Ökumannsskynjari

Bíllinn getur greint þegar ökumaður er annars hugar eða þreyttur. Innrauður skynjari á stýrissúlunni greinir augnhreyfingar og höfuðhreyfingar ökumannsins. Hann greinir hversu hratt eða hægt ökumaður blikkar augunum og hversu oft. Myndavél framan á bílnum vaktar veginn til að greina rykkjóttan akstur. Annar skynjari vaktar hreyfingar stýrisins. Þegar þessar upplýsingar eru greindar saman og niðurstaðan er annars hugar eða þreyttur ökumaður getur bíllinn birt ökumanni skilaboð um að hann þurfi að einbeita sér betur eða gera hlé á akstrinum.

Park Pilot Assist

EX30 er búinn sjálfvirkri stýringu, inngjöf og hemlun fyrir bílastæði. Og já, hann getur líka bakkað í stæði upp við gangstéttarbrún. Þú sérð um að vakta það sem er að gerast umhverfis bílinn og grípur inn í ef eitthvað óvænt gerist. Bíllinn getur einnig skimað eftir góðum bílastæðum. Hann getur greint stæði og birt þér valkostina á miðjuskjánum á allt upp að 22 km/klst. Þú velur því næst stæðið og bíllinn sér um rest.

Betri hleðsla, hraðari hleðsla.

Mynd af 12,3 tommu háskerpumiðjuskjá EX30 með hleðsluáminningum og staðsetningu hleðslustöðva.Hleðsluáminningar og hleðslustöðvaleit

Tuttugu prósent hleðsla kveikir sjálfkrafa hleðsluáminningu. Um leið og bíllinn kveikir áminninguna birtir hann lista yfir nálægar hleðslustöðvar með Google Maps. Þú velur stöð og nýtir þér nákvæma leiðsögn á hana, auk upplýsinga um áætlaðan komutíma og áætlaða hleðslustöðu við komu.

Forhitun eða forkæling rafhlöðu fyrir hraðhleðslu

Þegar þú velur leið á hleðslustöð byrjar bíllinn að forhita eða forkæla rafhlöðuna í kjörhitastig fyrir hleðslu. Þetta getur skipt miklu máli um hversu hröð og skilvirk hleðsla rafhlöðunnar er við komu á hleðslustöð.

Mynd af 12,3 tommu háskerpumiðjuskjá EX30 sem sýnir hraðhleðslu.Hleðsla úr 10% í 80% á 26,5 mínútum

Þú getur hlaðið EX30 úr 10 í 80 prósent á 26,5 mínútum á hraðhleðslustöðvum. Volvo Cars-heimahleðslustöð býður einnig upp á hraðari hleðslu heima við. Hún býður upp á allt að fimm sinnum hraðari hleðslu EX30 en hefðbundin rafmagnsinnstunga. Auk þess er hægt að ræsa og stöðva hleðslu, tímasetja hleðslu og vakta framvindu hleðslu á heimahleðslustöðinni eða í snjallsímanum.

Mynd af 12,3 tommu háskerpumiðjuskjá EX30 með hleðsluáminningum og staðsetningu hleðslustöðva.
Mynd af 12,3 tommu háskerpumiðjuskjá EX30 sem sýnir hraðhleðslu.
Hleðsluáminningar og hleðslustöðvaleit

Tuttugu prósent hleðsla kveikir sjálfkrafa hleðsluáminningu. Um leið og bíllinn kveikir áminninguna birtir hann lista yfir nálægar hleðslustöðvar með Google Maps. Þú velur stöð og nýtir þér nákvæma leiðsögn á hana, auk upplýsinga um áætlaðan komutíma og áætlaða hleðslustöðu við komu.

Enn betri stuðningstækni.

Mynd af 12,3 tommu háskerpumiðjuskjá EX30 og þráðlausum uppfærslum hans.Einfaldar hugbúnaðaruppfærslur

Þráðlausar uppfærslur eru einföld leið til að tryggja að bíllinn sé búinn nýjasta hugbúnaðinum. Engar heimsóknir á verkstæði. Engin símtöl í þjónustuver. Með Volvo EX30 appinu geturðu tímasett þráðlausar uppfærslur á tíma sem hentar þér. Þegar þar að kemur eru þær sendar úr skýinu beint í bílinn. Þráðlausar uppfærslur auðvelda einnig uppsetningu nýrra, gjaldfrjálsra stafrænna lausna í bílnum þegar þú vilt.

Mynd af 5G-lógóinu sem tryggir rauntímatengingu í Volvo EX30.Rauntímatenging með 5G

EX30 er búinn tengimöguleika fyrir hraðvirk 5G-símkerfi. Hraði tengingarinnar býður upp á rauntímasamskipti á milli netkerfisins og bílsins. Þetta býður einnig upp á tengingu EX30 við umferðarupplýsingakerfi. Svo dæmi sé tekið getur bíllinn deilt staðsetningu sinni og hraða með Google til að Google Maps geti reiknað út leið sem sneiðir hjá umferðarteppum og kemur þér á áfangastað á sem stystum tíma. Bíllinn notar önnur farsímakerfi þegar 5G nýtur ekki við.

Mynd af lógói Snapdragon®-búnaðar fyrir ökumannsrými sem er notaður í upplýsinga- og afþreyingarkerfið í Volvo EX30.Snapdragon®-búnaður fyrir ökumannsrými

Næsta kynslóð upplýsinga- og afþreyingarkerfisins okkar er knúin af hugbúnaði sem sérfræðingar tæknideildar okkar þróuðu og Snapdragon-búnaði fyrir ökumannsrými frá Qualcomm Technologies, Inc. Þessi fyrsta flokks vinnslugeta skilar sér í hraðri, viðbragðsgóðri og nákvæmri grunnvirkni, frá öryggisbúnaði og upplýsinga- og afþreyingarkerfi til rafhlöðustjórnunar og skjáa.

Mynd af 12,3 tommu háskerpumiðjuskjá EX30 og þráðlausum uppfærslum hans.
Mynd af 5G-lógóinu sem tryggir rauntímatengingu í Volvo EX30.
Mynd af lógói Snapdragon®-búnaðar fyrir ökumannsrými sem er notaður í upplýsinga- og afþreyingarkerfið í Volvo EX30.
Einfaldar hugbúnaðaruppfærslur

Þráðlausar uppfærslur eru einföld leið til að tryggja að bíllinn sé búinn nýjasta hugbúnaðinum. Engar heimsóknir á verkstæði. Engin símtöl í þjónustuver. Með Volvo EX30 appinu geturðu tímasett þráðlausar uppfærslur á tíma sem hentar þér. Þegar þar að kemur eru þær sendar úr skýinu beint í bílinn. Þráðlausar uppfærslur auðvelda einnig uppsetningu nýrra, gjaldfrjálsra stafrænna lausna í bílnum þegar þú vilt.

Framtíðartækni, búnaður sem sýndur er og lýst er, endanleg hönnun og akstursgeta kunna að vera mismunandi. Búnaður er hugsanlega ekki í boði á öllum markaðssvæðum og verður ekki staðalbúnaður á öllum markaðssvæðum né með öllum gerðum.

Snapdragon- og Qualcomm-vörur eru vörumerki Qualcomm Technologies, Inc. og/eða dótturfyrirtækja þess.

Google, Google Play og Google Maps eru vörumerki Google LLC.